5500 manns búnir að sækja Ghetto betur ólöglega Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júní 2016 10:00 Steindi Jr mælir með að fólk sleppi einu djammi í mánuði og eyði peningunum frekar í að styðja íslenska dagskrágerð. „Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“ Ghetto betur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“
Ghetto betur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira