Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2016 10:04 Peningar streyma nú í sjóði KSÍ og til leikmanna sjálfra. Grafík/Birgitta Sigurleikurinn gegn Englandi í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir króna í aðra hönd. Fréttablaðið fór ítarlega yfir fjármálahliðina nýverið, þá sem snýr að KSÍ. Liðið hefur nú þegar tryggt KSÍ og leikmönnum tvo milljarða sé litið til þess hvað hver leikur og áfangi gefur. Við það bætist að KSÍ fær ríflega milljarð króna með þátttöku einni á mótinu. Þetta fé kemur frá UEFA, og tengist að verulegu leyti sjónvarpsrétti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“ Ef svo fer að Íslandi takist að leggja Frakka bætast 550 milljónir við heildarsummuna. Og, menn þora varla að hugsa svo langt, en Íslendingar taka auðvitað bara einn leik í einu: Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Á móti kemur kostnaður vegna þátttökunnar, sem er verulegur. Og 300 milljónir renna til aðildarfélaga KSÍ. Þá er til staðar afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara og rennur stór hluti þessara tekna til liðsins sjálfs. Leikmenn fengu í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Fyrir leikinn gegn Englandi hafði því hver leikmaður fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru beingreiðslur, en víst er að þetta eykur mjög virði hvers leikmanns, sem eru í töluvert betri aðstöðu til að semja við sín félagslið og möguleika í tengslum við risaauglýsingasamninga. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Sigurleikurinn gegn Englandi í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir króna í aðra hönd. Fréttablaðið fór ítarlega yfir fjármálahliðina nýverið, þá sem snýr að KSÍ. Liðið hefur nú þegar tryggt KSÍ og leikmönnum tvo milljarða sé litið til þess hvað hver leikur og áfangi gefur. Við það bætist að KSÍ fær ríflega milljarð króna með þátttöku einni á mótinu. Þetta fé kemur frá UEFA, og tengist að verulegu leyti sjónvarpsrétti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“ Ef svo fer að Íslandi takist að leggja Frakka bætast 550 milljónir við heildarsummuna. Og, menn þora varla að hugsa svo langt, en Íslendingar taka auðvitað bara einn leik í einu: Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Á móti kemur kostnaður vegna þátttökunnar, sem er verulegur. Og 300 milljónir renna til aðildarfélaga KSÍ. Þá er til staðar afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara og rennur stór hluti þessara tekna til liðsins sjálfs. Leikmenn fengu í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Fyrir leikinn gegn Englandi hafði því hver leikmaður fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru beingreiðslur, en víst er að þetta eykur mjög virði hvers leikmanns, sem eru í töluvert betri aðstöðu til að semja við sín félagslið og möguleika í tengslum við risaauglýsingasamninga.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira