Fjallað verður um ýmislegt sem hefur gerst í sjöttu þáttaröðinni og þá sérstaklega í síðasta þættinum sem sýndur var á sunnudaginn og í gær.
Ég viðurkenni að ég þekki ekki alveg við hvaða tilefni þetta GIF hér að neðan var gert, en það er svo sem ekkert verra en önnur GIF þarna úti.
Fjölmargar persónur létu lífið við misóþægilegar aðstæður og Cersei púllaði glottið sitt fræga. Umræðan er strax komin á þann veg að Lena Headey eigi jafnvel að fá óskarsverðlaun fyrir glottið.
Sonur Cersei og Jaime, Tommen Baratheon, virðist hafa tekið ódæði móður sinnar eitthvað illa. Í einhverju æði ruglaðist hann varðandi nafnið á Kings Landing. Það er líklega ekki meint bókstaflega :)
Nornin Maggy The Frog hafði því rétt fyrir sér þegar hún spáði því að börn Cersei myndu öll deyja á undan henni. Dauði Tommen var þó beinlínis henni að kenna og það er enn ein ástæða þess að við munum líklega sjá Jaime fjarlægast Cersei enn frekar.
Áhorfendur fengu einnig að sjá andlitið á hinum steindauða Gregor Clegane, sem leikinn er af Íslendinginum Hafþóri Júlíusi Björnssyni og hefur hann birst þó nokkuð á skjám áhorfenda í sumar. Þetta er þó í fyrsta sinn sem við fáum að sjá andlitið á honum.
Cersei fangaði nunnuna Unella, sem hafði kvalið Cersei lengi og borgaði henni fyrir kvalirnar. Lena Headey, sem leikur Cersei, sagði að það atriði hefði upprunalega verið mun grimmilegra og örlög nunnunnar verri, en framleiðendur þáttanna hafi gugnað á því að sýna það.
Þar að auki segir Headey að hún búist ekki við því að Cersei muni sitja lengi í hásætinu. Þar sem enginn yfirgefi þetta tiltekna sæti á lífi segist hún vonast til þess að Arya eða Tyrion drepi Cersei.
Lávarðar norðursins gerðu hann að konungi eftir að uppáhalds persóna okkar allra, Lyanna Mormont, sendi þeim tóninn í frábærri ræðu.
Jon tók þá ákvörðun að senda Melisandre suður, annars myndi hann láta hengja hana fyrir morðið á Shireen Baratheon. Melisandre brenndi hana í síðustu þáttaröð til að stöðva óveður sem var að koma verulega niður á her Stannis Baratheon. Óveðrið hætti, Selyse, eiginkona Stannis og móðir Shireen, hengdi sig og Stannis og nánast allir menn hans voru drepnir.
Jon veit að Melisandre gæti komið sér vel í stríðinu við hina dauðu en hann ákveður samt að vera heiðvirðlegur og senda hana á brott. Þegar meðlimir Stark fjölskyldunnar fara að sýna heiður eiga þeir til að vera myrtir. Við skulum vona að það komi ekki (aftur) fyrir Jon.
Sjá einnig: Uppruni, klúður og dauði.
Samkvæmt kenningunni mun hinir ódauðu komast í gegnum vegginn vegna þess að Næturkonungurinn merkti Bran. Útlit er fyrir að merkið eyði göldrunum.
Fyrr í þáttaröðinni var hann krýndur konungur Járneyjanna og ætlaði hann sér að sigla Járnflotanum til Mereen, giftast Daenerys og nota hana og drekana til þess að hertaka konungsríkin sjö. Strax eftir að hann var krýndur ætlaði hann að drepa Theon og Yöru. Þau stálu hins vegar stórum hluta Járnflotans og flúðu. Þau ætla sér að nota Daenerys til þess að ná völdum á Járneyjunum.
Líklegast mun þeim öllum mistakast.
Í viðtali við Entertainment Weekly sagði Emilia Clarke að veturinn væri að koma, en hún væri á leiðinni með hitann. (Þetta þýðist hræðilega: Winter is coming ... and I'm bringing the heat!)
Ohhh þetta var svo gott
Littlefinger virðist ekki vera alveg jafn mikill drullusokkur og ég held (ennþá) að hann sé. Hann var þó greinilega ekki sáttur þegar Jon var gerður að konungi norðursins, þar sem Petyr Baelish var nýbúinn að segja Sönsu að hann vildi verða konungur Konungsríkjanna sjö og hann vildi að hún yrði drottningin hans. Sem er hálf skrítið miðað við að hann seldi hana til Ramsay Bolton sem misþyrmdi henni um langt skeið.
Það var þó eitthvað í gangi á milli þeirra í atriðinu þegar Jon var gerður konungur. Sansa virtist vera að hugsa: „Fuck it“
Ástæða þess að við höfum lítið séð til úlfsins Ghost í þessari þáttaröð (og þá sérstaklega Battle of the Bastards) er til dæmis sú að ekki þótti það borga sig peningalega séð að koma honum fyrir í þáttunum með tölvubrellum.
Að öllum líkindum munu þeir þættir sem eftir eru einblína á innrás The White Walkers í Westeros og baráttuna gegn þeim. Enn er þó nokkrum spurningum ósvarað. Meðal annars er ein spurning um kenninguna um að drekinn hafi þrjú höfuð.
Sjá einnig: Hver er söguhetja Game of Thrones?
Sú kenning felur í sér að Daenerys á þrjá dreka og það þurfi þjrá aðila til að ríða þeim í orustu. Auk hennar sjálfrar eru tveir aðilar sem koma sterklega til greina. Það er auðvitað Jon, sem er hálfur Targaryen og hinn sem þykir líklegastur er sjálfur Tyrion Lannister.
Lengi hafa verið uppi vangaveltur um að hann sé í raun ekki sonur Tywin Lannister og eiginkonu hans Joanna Lannister, sem lést við fæðinguna. Öll þrjú eiga það til dæmis sameiginlegt að mæður þeirra létust við fæðinguna. Fyrr í þáttaröðinni mátti sjá Tyrion tala við tvo af drekum Daenerys. Þar sem þeir drápu hann ekki og átu þykir sú kenning nú vera mjög líkleg.
Það væri óneitanlega skemmtilegt að sjá þau þrjú berjast gegn WW með drekunum.
Spurningum ósvarað?
Hvað mun Arya gera? Hún sagði fyrr í þáttaröðinni að hún ætlaði aftur til Winterfell. Ef hún fer þangað og Bran einnig fáum við líklegast að sjá fjögur af Stark börnunum saman aftur frá því í fyrsta þætti Game of Thrones.
Mun Sansa ákveða að giftast Littlefinger? Ef svo er myndi hún mögulega þurfa að berjast við Daenerys og hennar lið um hásætið.
Hverju hvíslaði Lyanna Stark að Ned? Við fengum loksins að sjá hverjir foreldrar Jon eru, en hún sagði eitthvað sem við fengum ekki að heyra.