Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2016 21:30 "Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. Fjölmiðlar fengu að líta við á tökustað Justice League-myndarinnar þar sem stærstu ofurhetjum DC-myndasagnaheimsins er att saman. Í vor fengu áhorfendur nasaþefinn af þessari mynd í Batman V. Superman: Dawn of Justice þar sem þessar tvær ofurhetjur börðust við hvor aðra áður en þær tóku höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Sú mynd hlaut hrikalegar viðtökur hjá gagnrýnendum og voru aðdáendur myndasagnanna alls ekki sáttir. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder en hann ræður einnig ríkjum við tökur á Justice League. Hann sagði við fjölmiðla í dag að hann hefði tekið mið af slæmum umsögnum og breytt tóni Justice League-myndarinnar sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember árið 2017. „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði Snyder við Vulture um gagnrýni sem myndin fékk. „Þetta kom mér á óvart. Ég hef þurft að gera breytingar. Ég held að tónn Justice League hafi breyst vegna þess hvernig aðdáendur tóku Batman v Superman.“ Gagnrýnendur voru á einu máli þess efnis að Batman v Superman hefði verið laus við alla gleði en Snyder sagði þennan dökka tón tilkominn vegna þess að hetjurnar háðu innbyrðis baráttu. Í Justice League munu þær berjast gegn sameiginlegum óvini og því muni tónninn breytast. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fjölmiðlar fengu að líta við á tökustað Justice League-myndarinnar þar sem stærstu ofurhetjum DC-myndasagnaheimsins er att saman. Í vor fengu áhorfendur nasaþefinn af þessari mynd í Batman V. Superman: Dawn of Justice þar sem þessar tvær ofurhetjur börðust við hvor aðra áður en þær tóku höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Sú mynd hlaut hrikalegar viðtökur hjá gagnrýnendum og voru aðdáendur myndasagnanna alls ekki sáttir. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder en hann ræður einnig ríkjum við tökur á Justice League. Hann sagði við fjölmiðla í dag að hann hefði tekið mið af slæmum umsögnum og breytt tóni Justice League-myndarinnar sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember árið 2017. „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði Snyder við Vulture um gagnrýni sem myndin fékk. „Þetta kom mér á óvart. Ég hef þurft að gera breytingar. Ég held að tónn Justice League hafi breyst vegna þess hvernig aðdáendur tóku Batman v Superman.“ Gagnrýnendur voru á einu máli þess efnis að Batman v Superman hefði verið laus við alla gleði en Snyder sagði þennan dökka tón tilkominn vegna þess að hetjurnar háðu innbyrðis baráttu. Í Justice League munu þær berjast gegn sameiginlegum óvini og því muni tónninn breytast.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23