Bandaríska leikkonan Elizabeth Banks segir að hún hafi verið talin of gömul til að leika kærustu Spider-Man, Mary Jane, í bíómynd um Köngulóarmanninn sem kom út árið 2002. Banks var þá 28 ára og á svipuðum aldri og Tobey Maguire sem landaði aðalhlutverkinum sem sjálfur Spider-Man.
Þau Banks og Maguire eru á svipuðum aldri, en Maguire er sextán mánuðum yngri en Banks.
„Ég fór í prufu fyrir hlutverk Mary-Jane Watson fyrir fyrstu Spider-Man-myndina á móti Tobey Maguire. Tobey og ég erum eiginlega á svipuðum aldri og mér var sagt að ég væri of gömul til að leika í myndinni,“ segir Banks.
Kirsten Dunst hreppti hlutverk Mary-Jane en hún var þá um tvítugt.
Var of gömul til að leika kærustu Köngulóarmannsins
