Matur

Guðdómlegt epla- og bláberjacrumble

Eva Laufey Kjaran skrifar
visir.is/evalaufey

5 græn epli

1 bolli bláber, fersk eða frosin

1 – 1½ tsk kanill

2 tsk sykur

1 tsk vanillusykur

70 g súkkulaði



Mylsna

80 g Kornax heilhveiti

80 g sykur

100 g smjör

50 g kókosmjöl

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C.

Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka.

Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í eldfast mót.

Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin.

Saxið súkkulaði og dreifið yfir eplin.

Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Blandið heilhveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli saman í skál og blandið saman með höndunum.

Dreifið deiginu yfir eplin og bakið í ofni við 180°C í 35-40 mínútur.

Berið fram með vanilluís og karamellusósu.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.