131 fluttur úr landi með lögregluvaldi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Jón Bjartmars yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra segir beðið eftir skýrslum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðinni. Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár samhliða auknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á síðasta ári stóð alþjóðadeild að 69 framkvæmdum þar sem 123 einstaklingum var fylgt með lögregluvaldi úr landi. Það sem af er ársins 2016 er þeir orðnir 131. Aðgerð lögreglu í Laugarneskirkju var að beiðni Útlendingastofnunar. Sérsveit lögreglu aðstoðaði alþjóðadeild við aðgerðina. Myndband sem sýndi aðgerð lögreglu vakti óhug með almenningi. Á því sést lögreglumaður slá til ungs manns sem var viðstaddur brottflutninginn. Þá sjást Írakarnir tveir sem voru handteknir og fluttir til Noregs dregnir eftir kirkjugólfinu. Séra Kristín Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sagði aðfarir lögreglu harkalegar og þörf á breytingum sem tækju mið af mannúð. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Kristín. Siðmennt tekur undir gagnrýni Kristínar á að Útlendingastofnun og lögregla beiti harkalegum aðgerðum við brottvísun flóttamanna, í stað þess að láta mannúðarsjónarmið ráða ferðinni. Fjórir Írakar fengu vernd í meðferð Útlendingastofnunar í maímánuði eftir efnislega meðferð. Írakarnir tveir sem voru sóttir af lögreglu voru hins vegar sendir til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Jón Bjartmars, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir nú verið að taka saman skýrslur frá lögreglumönnum sem komu að framkvæmd málsins. „Ávallt er reynt að haga framkvæmd með sem mildilegasta hætti,“ segir Jón spurður um hvert leiðarljós lögreglumanna er við aðgerðir sem þessar. Athygli vakti að sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum. Jón segir sérsveit ekki alltaf kallaða til. „Nei, það fer eftir því mati sem liggur fyrir í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Jón. Hann bendir á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað bent á þörf á auknum mannafla til embætta lögreglu. Flóttamenn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár samhliða auknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á síðasta ári stóð alþjóðadeild að 69 framkvæmdum þar sem 123 einstaklingum var fylgt með lögregluvaldi úr landi. Það sem af er ársins 2016 er þeir orðnir 131. Aðgerð lögreglu í Laugarneskirkju var að beiðni Útlendingastofnunar. Sérsveit lögreglu aðstoðaði alþjóðadeild við aðgerðina. Myndband sem sýndi aðgerð lögreglu vakti óhug með almenningi. Á því sést lögreglumaður slá til ungs manns sem var viðstaddur brottflutninginn. Þá sjást Írakarnir tveir sem voru handteknir og fluttir til Noregs dregnir eftir kirkjugólfinu. Séra Kristín Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sagði aðfarir lögreglu harkalegar og þörf á breytingum sem tækju mið af mannúð. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Kristín. Siðmennt tekur undir gagnrýni Kristínar á að Útlendingastofnun og lögregla beiti harkalegum aðgerðum við brottvísun flóttamanna, í stað þess að láta mannúðarsjónarmið ráða ferðinni. Fjórir Írakar fengu vernd í meðferð Útlendingastofnunar í maímánuði eftir efnislega meðferð. Írakarnir tveir sem voru sóttir af lögreglu voru hins vegar sendir til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Jón Bjartmars, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir nú verið að taka saman skýrslur frá lögreglumönnum sem komu að framkvæmd málsins. „Ávallt er reynt að haga framkvæmd með sem mildilegasta hætti,“ segir Jón spurður um hvert leiðarljós lögreglumanna er við aðgerðir sem þessar. Athygli vakti að sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum. Jón segir sérsveit ekki alltaf kallaða til. „Nei, það fer eftir því mati sem liggur fyrir í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Jón. Hann bendir á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað bent á þörf á auknum mannafla til embætta lögreglu.
Flóttamenn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira