Jákvætt skref Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2016 00:00 Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu á miðvikudag samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Eftir afar erfiðan vetur þar sem hver fréttin rak aðra af ómannúðlegri meðferð í garð hælisleitenda, tók steininn úr í síðustu viku þegar hælisleitendur voru leiddir út úr kirkju af lögreglu með töluverðu offorsi, hvað svo sem fólki síðan finnst um þann gjörning kirkjunnar. Í þessu ljósi er samningurinn að mestu góðar fréttir. Mikið hefur skort á mannúð þegar hælisleitendur hafa þurft að yfirgefa landið þar sem þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna eða ef þeir geta ekki eða vilja ekki setjast að hér á landi. Lögreglufylgd í skjóli nætur hefur verið meginreglan, í aðstæðum þar sem fyrir liggur að fólk hefur lagt á sig mikið erfiði í leit að betra lífi og kostað til töluverðum fjármunum til að komast hingað til lands. Í kjölfarið er það oft illa statt fjárhagslega og að því leyti getur þessi aðstoð hjálpað mikið. Í samtali við fréttastofu Bylgjunnar í gær sagði Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, að þetta geti auðveldað fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. „Þá með að minnsta kosti eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf.“ Björn sagði að það væri ósk Rauða krossins að flestir þeirra umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta væri engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara. Samkvæmt upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu eru verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn dæmi um þá vinnu. Auk þess geta fórnarlömb mansals, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest átt rétt á sömu aðstoð, en þeir hópar eru líkast til oftast í sömu fjárhagserfiðleikunum þegar þeim er gert að fara héðan. Þetta jákvæða skref sem verið er að taka má þó aldrei verða friðþæging fyrir þá hörðu útlendingastefnu sem Íslendingar hafa haldið úti til þessa. Það er algjörlega óviðunandi að við látum herma það upp á okkur, sem búum í þessu fyrirmyndar velferðarsamfélagi, að við sendum fólk á flótta aftur í óviðunandi aðstæður og skýlum okkur á bak við Dyflinnarreglugerðina. Heimild Dyflinnarreglugerðarinnar til að endursenda hælisleitendur til þess Schengen-ríkis sem þeir komu fyrst til er eðli málsins samkvæmt heimild – ekki skylda. Samt sem áður er hún miskunnarlaust notuð af Útlendingastofnun til þess að senda hælisleitendur úr landi, í algjöra óvissu. Aftenging Dyflinnarreglugerðarinnar væri hið eina rétta jákvæða skref í málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu á miðvikudag samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Eftir afar erfiðan vetur þar sem hver fréttin rak aðra af ómannúðlegri meðferð í garð hælisleitenda, tók steininn úr í síðustu viku þegar hælisleitendur voru leiddir út úr kirkju af lögreglu með töluverðu offorsi, hvað svo sem fólki síðan finnst um þann gjörning kirkjunnar. Í þessu ljósi er samningurinn að mestu góðar fréttir. Mikið hefur skort á mannúð þegar hælisleitendur hafa þurft að yfirgefa landið þar sem þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna eða ef þeir geta ekki eða vilja ekki setjast að hér á landi. Lögreglufylgd í skjóli nætur hefur verið meginreglan, í aðstæðum þar sem fyrir liggur að fólk hefur lagt á sig mikið erfiði í leit að betra lífi og kostað til töluverðum fjármunum til að komast hingað til lands. Í kjölfarið er það oft illa statt fjárhagslega og að því leyti getur þessi aðstoð hjálpað mikið. Í samtali við fréttastofu Bylgjunnar í gær sagði Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, að þetta geti auðveldað fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. „Þá með að minnsta kosti eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf.“ Björn sagði að það væri ósk Rauða krossins að flestir þeirra umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta væri engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara. Samkvæmt upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu eru verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn dæmi um þá vinnu. Auk þess geta fórnarlömb mansals, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest átt rétt á sömu aðstoð, en þeir hópar eru líkast til oftast í sömu fjárhagserfiðleikunum þegar þeim er gert að fara héðan. Þetta jákvæða skref sem verið er að taka má þó aldrei verða friðþæging fyrir þá hörðu útlendingastefnu sem Íslendingar hafa haldið úti til þessa. Það er algjörlega óviðunandi að við látum herma það upp á okkur, sem búum í þessu fyrirmyndar velferðarsamfélagi, að við sendum fólk á flótta aftur í óviðunandi aðstæður og skýlum okkur á bak við Dyflinnarreglugerðina. Heimild Dyflinnarreglugerðarinnar til að endursenda hælisleitendur til þess Schengen-ríkis sem þeir komu fyrst til er eðli málsins samkvæmt heimild – ekki skylda. Samt sem áður er hún miskunnarlaust notuð af Útlendingastofnun til þess að senda hælisleitendur úr landi, í algjöra óvissu. Aftenging Dyflinnarreglugerðarinnar væri hið eina rétta jákvæða skref í málaflokknum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun