Átta þúsund Íslendingar sjá lítið til sólar í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 14:07 Þótt sólin hafi skinið í Annecy þá er lítið af henni hér í París. vísir/vilhelm Það er vonandi að stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem verða í París um helgina hafi tekið með sér jakka, peysur og jafnvel síðbuxur. Útlit er fyrir að sólin verði ekki gestur í borg ástarinnar um helgina en þess heldur verði skýjað og einhver úrkoma.Gangstéttin var blaut þegar íslenskir blaðamenn mættu til Parísar í gærkvöldi eftir fjögurra tíma lestarferð frá Annecy þar sem sólin hefur skinið undanfarna daga. Minnti koman á heimkomu í Keflavík eftir sólarlandaferð þar sem rigning og rok taka á móti stuttbuxnaklæddum Íslendingum.Stuðningsmennirnir Elvar Guðmundsson og Sveinbjörn Claessen minntu á mikilvægi sólarvarnar í Nice þar sem sólin skein. Hún er hvergi sjáanleg í París.Von er á ríflega átta þúsund Íslendingum í París um helgina í tilefni af leik Íslands og Frakklands á morgun. Reikna má með því að fæstir snúi heim útiteknari en þeir voru fyrir brottför. Veðurspáin fyrir helgina hljóðar nefnilega upp á hita á bilinu 14-19 stig, skýjað og einhverja úrkomu.Fæstir ferðalanganna eru þó komnir til Frakklands vegna góða veðursins heldur til að upplifa einstaka stund á Stade de France annað kvöld í átta liða úrslitum á EM. Þegar flautað verður til leiks klukkan 19 að staðartíma er reiknað með um 17 gráðu hita og skýjuðu veðri.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Blaz Roca stígur á svið og spiluð verður íslensk tónlist. 2. júlí 2016 13:30 Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir París verður svo sannarlega máluð blá næstu tvo daga en Ísland og Frakkland mætast á Stade de France annað kvöld. 2. júlí 2016 13:00 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Það er vonandi að stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem verða í París um helgina hafi tekið með sér jakka, peysur og jafnvel síðbuxur. Útlit er fyrir að sólin verði ekki gestur í borg ástarinnar um helgina en þess heldur verði skýjað og einhver úrkoma.Gangstéttin var blaut þegar íslenskir blaðamenn mættu til Parísar í gærkvöldi eftir fjögurra tíma lestarferð frá Annecy þar sem sólin hefur skinið undanfarna daga. Minnti koman á heimkomu í Keflavík eftir sólarlandaferð þar sem rigning og rok taka á móti stuttbuxnaklæddum Íslendingum.Stuðningsmennirnir Elvar Guðmundsson og Sveinbjörn Claessen minntu á mikilvægi sólarvarnar í Nice þar sem sólin skein. Hún er hvergi sjáanleg í París.Von er á ríflega átta þúsund Íslendingum í París um helgina í tilefni af leik Íslands og Frakklands á morgun. Reikna má með því að fæstir snúi heim útiteknari en þeir voru fyrir brottför. Veðurspáin fyrir helgina hljóðar nefnilega upp á hita á bilinu 14-19 stig, skýjað og einhverja úrkomu.Fæstir ferðalanganna eru þó komnir til Frakklands vegna góða veðursins heldur til að upplifa einstaka stund á Stade de France annað kvöld í átta liða úrslitum á EM. Þegar flautað verður til leiks klukkan 19 að staðartíma er reiknað með um 17 gráðu hita og skýjuðu veðri.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Blaz Roca stígur á svið og spiluð verður íslensk tónlist. 2. júlí 2016 13:30 Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir París verður svo sannarlega máluð blá næstu tvo daga en Ísland og Frakkland mætast á Stade de France annað kvöld. 2. júlí 2016 13:00 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Blaz Roca stígur á svið og spiluð verður íslensk tónlist. 2. júlí 2016 13:30
Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir París verður svo sannarlega máluð blá næstu tvo daga en Ísland og Frakkland mætast á Stade de France annað kvöld. 2. júlí 2016 13:00
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00