Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 12:30 Búningarnir sem strákarnir okkar munu klæðast á sunnudaginn. Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Skotar voru ekkert lítið ánægðir með að frændur þeirra sunnan við landamærin væru úr leik. Skotar voru eina þjóðin á Bretlandseyjum sem komst ekki í lokakeppnina og fín sárabót að Englendingar voru slegnir úr leik af fámennri þjóð eins og Íslandi. Errea, framleiðandi íslensku landsliðstreyjunnar, segir í samtali við The Times að starfsfólk vinni dag sem nótt til að anna eftirspurn frá Skotlandi en þúsundum pantana hafi rignt inn eftir sigur Íslands á mánudagskvöldið í Nice. Haft er eftir Fabrizio Taddei hjá Errea á Ítalía að allt sé vitlaust að gera eftir sigur Íslands í Nice. „Pantanir frá Skotlandi skipta mörgum þúsundum en áhuginn er víðar, úti um alla Evrópu.“ Skoskir knattspyrnuunnendur, sem náðu ekki að kaupa sér íslensku treyjuna fyrir leikinn á mánudaginn, gripu til sinna ráða. Sumir gengu svo langt að klæðast plastpokum frá matarkeðjunni Iceland til að sýna stuðning sinn í leiknum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). And finally: Iceland shirt manufacturer puts on extra night shifts to cope with demand... from Scotland pic.twitter.com/cZHpM3e2GU— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 1, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Skotar voru ekkert lítið ánægðir með að frændur þeirra sunnan við landamærin væru úr leik. Skotar voru eina þjóðin á Bretlandseyjum sem komst ekki í lokakeppnina og fín sárabót að Englendingar voru slegnir úr leik af fámennri þjóð eins og Íslandi. Errea, framleiðandi íslensku landsliðstreyjunnar, segir í samtali við The Times að starfsfólk vinni dag sem nótt til að anna eftirspurn frá Skotlandi en þúsundum pantana hafi rignt inn eftir sigur Íslands á mánudagskvöldið í Nice. Haft er eftir Fabrizio Taddei hjá Errea á Ítalía að allt sé vitlaust að gera eftir sigur Íslands í Nice. „Pantanir frá Skotlandi skipta mörgum þúsundum en áhuginn er víðar, úti um alla Evrópu.“ Skoskir knattspyrnuunnendur, sem náðu ekki að kaupa sér íslensku treyjuna fyrir leikinn á mánudaginn, gripu til sinna ráða. Sumir gengu svo langt að klæðast plastpokum frá matarkeðjunni Iceland til að sýna stuðning sinn í leiknum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). And finally: Iceland shirt manufacturer puts on extra night shifts to cope with demand... from Scotland pic.twitter.com/cZHpM3e2GU— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 1, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira