Eiður Smári svekktur með að fá ekki að spila meira á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 10:00 Eiður Smári Guðjohnsen var nærri því búinn að skora á móti Ungverjalandi. Vísir/EPA Eiður Smári Guðjohnsen eyddi hluta af fríinu sínu eftir Evrópumótið í Frakklandi með því að hjálpa til í fótboltaskóla Barcelona sem fór fram hér á landi. Hann hitti fjölmiðla í gær í tengslum við skólann. Ísland sló í gegn í Frakklandi með því að komast í átta liða úrslitin en stærsta nafnið í íslenska liðinu fékk þó lítið að vera með. Eiður Smári kom bara við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á EM, spilaði sex síðustu mínúturnar á móti Ungverjum og svo síðustu sjö mínúturnar í lokaleiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Sjá einnig:Skórnir ekki á leið upp í hillu hjá Eiði Smára Eiður Smári kom heim 4. júlí og hefur verið hér á landi síðan. Nú er hann hinsvegar á leiðinni til Molde þar sem hann ætlar sér að klára tímabilið með norska úrvalsdeildarfélaginu. Hann segist vera búinn að ná sér niður á jörðina eftir EM. „Þetta munu alltaf verða skemmtilegar minningar og ég held að maður muni alltaf fara á pínu flug þegar maður hugsar til baka, Heilt yfir er ég alveg búinn að ná mér niður," sagði Eiður Smári í samtali við Jóhann Ólafsson í Morgunblaðinu. „Ég fór út sem leikmaður og er ennþá leikmaður. Síðan reynir maður bara að gefa af sér eins mikið og maður getur, hvort sem það er innan eða utan vallar," sagði Eiður Smári en hann fékk mikið hrós fyrir það sem hann sagði og gerði innan hópsins á mótinu. Mínúturnar inn á vellinum voru aftur á móti aðeins þrettán talsins auk uppbótartíma. „Ég lýg því ekkert þegar ég segi að ég sé pínu svekktur yfir því hversu lítið ég spilaði. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en svona er þetta bara," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Það er strax skárra að fagna með liðinu heldur en að takast á við tap og leiðindi. Heilt yfir er alltaf erfitt að sitja á bekknum," sagði Eiður Smári í fyrrnefndu viðtali við Jóhann. Eiður Smári er aftur á móti ekki tilbúinn að gefa það út að hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik. Hann verður 38 ára í haust en segist ekkert vera búinn að hugsa um það. „Ég á eftir að ákveða það," sagði Eiður Smári.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01 Eiður: Ég er bara mannlegur Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á. 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Litla rannsóknarstofan Ísland Spænski fótboltarisinn Barcelona er að stækka kvennaboltann innan félagsins og valdi Ísland til að hýsa fyrsta fótboltaskólann fyrir stelpur. Félagið berst við að halda gildum sínum á lofti. Þetta er Barcelona. 14. júlí 2016 06:00 Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Eiður Smári Guðjohnsen er í miklum metum hjá Barcelona þar sem hann spilaði í þrjú ár. 13. júlí 2016 13:45 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen eyddi hluta af fríinu sínu eftir Evrópumótið í Frakklandi með því að hjálpa til í fótboltaskóla Barcelona sem fór fram hér á landi. Hann hitti fjölmiðla í gær í tengslum við skólann. Ísland sló í gegn í Frakklandi með því að komast í átta liða úrslitin en stærsta nafnið í íslenska liðinu fékk þó lítið að vera með. Eiður Smári kom bara við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á EM, spilaði sex síðustu mínúturnar á móti Ungverjum og svo síðustu sjö mínúturnar í lokaleiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Sjá einnig:Skórnir ekki á leið upp í hillu hjá Eiði Smára Eiður Smári kom heim 4. júlí og hefur verið hér á landi síðan. Nú er hann hinsvegar á leiðinni til Molde þar sem hann ætlar sér að klára tímabilið með norska úrvalsdeildarfélaginu. Hann segist vera búinn að ná sér niður á jörðina eftir EM. „Þetta munu alltaf verða skemmtilegar minningar og ég held að maður muni alltaf fara á pínu flug þegar maður hugsar til baka, Heilt yfir er ég alveg búinn að ná mér niður," sagði Eiður Smári í samtali við Jóhann Ólafsson í Morgunblaðinu. „Ég fór út sem leikmaður og er ennþá leikmaður. Síðan reynir maður bara að gefa af sér eins mikið og maður getur, hvort sem það er innan eða utan vallar," sagði Eiður Smári en hann fékk mikið hrós fyrir það sem hann sagði og gerði innan hópsins á mótinu. Mínúturnar inn á vellinum voru aftur á móti aðeins þrettán talsins auk uppbótartíma. „Ég lýg því ekkert þegar ég segi að ég sé pínu svekktur yfir því hversu lítið ég spilaði. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en svona er þetta bara," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Það er strax skárra að fagna með liðinu heldur en að takast á við tap og leiðindi. Heilt yfir er alltaf erfitt að sitja á bekknum," sagði Eiður Smári í fyrrnefndu viðtali við Jóhann. Eiður Smári er aftur á móti ekki tilbúinn að gefa það út að hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik. Hann verður 38 ára í haust en segist ekkert vera búinn að hugsa um það. „Ég á eftir að ákveða það," sagði Eiður Smári.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01 Eiður: Ég er bara mannlegur Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á. 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Litla rannsóknarstofan Ísland Spænski fótboltarisinn Barcelona er að stækka kvennaboltann innan félagsins og valdi Ísland til að hýsa fyrsta fótboltaskólann fyrir stelpur. Félagið berst við að halda gildum sínum á lofti. Þetta er Barcelona. 14. júlí 2016 06:00 Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Eiður Smári Guðjohnsen er í miklum metum hjá Barcelona þar sem hann spilaði í þrjú ár. 13. júlí 2016 13:45 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01
Eiður: Ég er bara mannlegur Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á. 3. júlí 2016 23:17
Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30
Litla rannsóknarstofan Ísland Spænski fótboltarisinn Barcelona er að stækka kvennaboltann innan félagsins og valdi Ísland til að hýsa fyrsta fótboltaskólann fyrir stelpur. Félagið berst við að halda gildum sínum á lofti. Þetta er Barcelona. 14. júlí 2016 06:00
Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Eiður Smári Guðjohnsen er í miklum metum hjá Barcelona þar sem hann spilaði í þrjú ár. 13. júlí 2016 13:45
Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31