Mikilvægasta kosningamálið Vigfús Bjarni Albertsson skrifar 14. júlí 2016 07:00 Kæri stjórnmálamaður/stjórnmálakona. Nú styttist í kosningar. Það eru krefjandi tímar fram undan hjá þér. Mig langar að biðja þig verðandi leiðtogi að kynna þér sérstaklega heilbrigðismálin í landinu og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið og mikilvægi þess fyrir heill landsins. Ég er með nokkrar hugmyndir fyrir þig sem gæti verið gott veganesti út í kosningarnar sem vonandi verða í haust. Ég held að það væri gott ráð fyrir þig að hitta sem flest heilbrigðisstarfsfólk og sjá og heyra í þeim beint hvernig vinnuaðstæður eru. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hvernig vinnuálaginu er háttað, hvernig aðstæður eru. Gott væri að spyrja þetta starfsfólk hvernig því líður og hvað það telur að sé mikilvægast að gera til að varðveita mannauðinn í þessum störfum. Ég held að þú munir heyra að margt af þessu fólki er þreytt og undir allt of miklu álagi. Það er mikilvægt fyrir þig, kæri leiðtogi, að huga að þessu. Annað mikilvægt atriði væri að þú talaðir beint við sjúklingahópa, það fólk sem þarf að nota heilbrigðiskerfið. Að þú spyrðir hvernig það er vera þiggjandi heilbrigðisþjónustunnar. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hverjar áhyggjurnar eru þegar kemur að því að vera þiggjandi þjónustunnar. Þú gætir líka hitt aðstandendur og spurt hvernig það er að vera með fólki í þeim aðstæðum sem heilbrigðiskerfið býður upp á því með hverjum sjúkling eru margir einstaklingar sem teljast til fjölskyldu viðkomandi. Það er gott fyrir þig, verðandi leiðtogi, að heyra sögurnar beint. Þú veist jafnvel og ég að að baki öllum tölum og umræðum um peninga eru persónulegar sögur. Sögur sem geyma tilfinningar, lífsreynslu, von og ótta. Það batna allir við að heyra slíkar sögur. Ég veit að þú vilt vel með framboði þínu, og að þekkja til lífsreynslu fólks eykur samúð þína sem er ekki síðri viska en hagvísindi. Það er ósk mín að þið, stjórnmálafólk þessa lands, gerið heilbrigðismálin að forgangsmáli og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið okkar. Gangi ykkur vel og varðveitið vel þá sýn að þið eruð í þjónustu við okkur almenning í því að búa til betra samfélag. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kæri stjórnmálamaður/stjórnmálakona. Nú styttist í kosningar. Það eru krefjandi tímar fram undan hjá þér. Mig langar að biðja þig verðandi leiðtogi að kynna þér sérstaklega heilbrigðismálin í landinu og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið og mikilvægi þess fyrir heill landsins. Ég er með nokkrar hugmyndir fyrir þig sem gæti verið gott veganesti út í kosningarnar sem vonandi verða í haust. Ég held að það væri gott ráð fyrir þig að hitta sem flest heilbrigðisstarfsfólk og sjá og heyra í þeim beint hvernig vinnuaðstæður eru. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hvernig vinnuálaginu er háttað, hvernig aðstæður eru. Gott væri að spyrja þetta starfsfólk hvernig því líður og hvað það telur að sé mikilvægast að gera til að varðveita mannauðinn í þessum störfum. Ég held að þú munir heyra að margt af þessu fólki er þreytt og undir allt of miklu álagi. Það er mikilvægt fyrir þig, kæri leiðtogi, að huga að þessu. Annað mikilvægt atriði væri að þú talaðir beint við sjúklingahópa, það fólk sem þarf að nota heilbrigðiskerfið. Að þú spyrðir hvernig það er vera þiggjandi heilbrigðisþjónustunnar. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hverjar áhyggjurnar eru þegar kemur að því að vera þiggjandi þjónustunnar. Þú gætir líka hitt aðstandendur og spurt hvernig það er að vera með fólki í þeim aðstæðum sem heilbrigðiskerfið býður upp á því með hverjum sjúkling eru margir einstaklingar sem teljast til fjölskyldu viðkomandi. Það er gott fyrir þig, verðandi leiðtogi, að heyra sögurnar beint. Þú veist jafnvel og ég að að baki öllum tölum og umræðum um peninga eru persónulegar sögur. Sögur sem geyma tilfinningar, lífsreynslu, von og ótta. Það batna allir við að heyra slíkar sögur. Ég veit að þú vilt vel með framboði þínu, og að þekkja til lífsreynslu fólks eykur samúð þína sem er ekki síðri viska en hagvísindi. Það er ósk mín að þið, stjórnmálafólk þessa lands, gerið heilbrigðismálin að forgangsmáli og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið okkar. Gangi ykkur vel og varðveitið vel þá sýn að þið eruð í þjónustu við okkur almenning í því að búa til betra samfélag. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun