Reykvískur sigur í fyrsta Leiknisslagnum | Sjáðu mörkin 12. júlí 2016 21:56 Brynjar Hlöðversson og félagar unnu góðan sigur í kvöld. vísir/vilhelm Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1: Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1:
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45
Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12
Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22
Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53