Taugatitringur á mörkuðum vegna Suður-Kínahafs Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2016 14:07 Skip strandgæslu Kína í Suður-Kínahafi. Vísir/EPA Titringur hefur verið á mörkuðum í dag vegna niðurstöðu Alþjóðagerðardómsins í Haag vegna deilunnar í Suður-Kínahafi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Kína ætti ekki yfirráðarétt yfir bróðurparti hafsins né þeim auðlindum sem þar væri að finna. Kínverjar hafa brugðist reiðir við, þeir segja dóminn vera umboðslausan og að herafli landsins muni verja hagsmuni þess.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Spenna er mikil á svæðinu en samkvæmt frétt Reuters er ekki búist við að deilan muni hafa áhrif á skipaflutninga um svæðið á næstu vikum. Kína hefur þegar gefið út að úrskurðurinn muni ekki hafa áhrif á skipaleiðir. Hins vegar þykir líklegt að úrskurðurinn muni leiða til frekari spennu á svæðinu. Skipaleiðin á milli Spratly eyjanna og Paracel eyjanna er beinasta leiðin til norðaustur Asíu og ríkustu ríkjanna þar eins og Kína, Japan og Suður-Kóreu. Stór hluti skipaflutninga í heiminum fer um hafsvæðið. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kínverjar og aðrir sem koma að deilunni fylgi niðurstöðunni eftir. Taívan hefur einnig gert tilkall til eyja í Suður-Kínahafi, en úrskurðurinn kemur sér ekki vel fyrir þá. Utanríkisráðuneyti Taívan segir að þeir muni heldur ekki sætta sig við niðurstöðuna."Why does China want the South China Sea?" & more questions as tribunal rules on China's claim to #SouthChinaSea pic.twitter.com/mOmKTJFxnY— GoogleTrends (@GoogleTrends) July 12, 2016 Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. 12. júlí 2016 07:49 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Titringur hefur verið á mörkuðum í dag vegna niðurstöðu Alþjóðagerðardómsins í Haag vegna deilunnar í Suður-Kínahafi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Kína ætti ekki yfirráðarétt yfir bróðurparti hafsins né þeim auðlindum sem þar væri að finna. Kínverjar hafa brugðist reiðir við, þeir segja dóminn vera umboðslausan og að herafli landsins muni verja hagsmuni þess.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Spenna er mikil á svæðinu en samkvæmt frétt Reuters er ekki búist við að deilan muni hafa áhrif á skipaflutninga um svæðið á næstu vikum. Kína hefur þegar gefið út að úrskurðurinn muni ekki hafa áhrif á skipaleiðir. Hins vegar þykir líklegt að úrskurðurinn muni leiða til frekari spennu á svæðinu. Skipaleiðin á milli Spratly eyjanna og Paracel eyjanna er beinasta leiðin til norðaustur Asíu og ríkustu ríkjanna þar eins og Kína, Japan og Suður-Kóreu. Stór hluti skipaflutninga í heiminum fer um hafsvæðið. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kínverjar og aðrir sem koma að deilunni fylgi niðurstöðunni eftir. Taívan hefur einnig gert tilkall til eyja í Suður-Kínahafi, en úrskurðurinn kemur sér ekki vel fyrir þá. Utanríkisráðuneyti Taívan segir að þeir muni heldur ekki sætta sig við niðurstöðuna."Why does China want the South China Sea?" & more questions as tribunal rules on China's claim to #SouthChinaSea pic.twitter.com/mOmKTJFxnY— GoogleTrends (@GoogleTrends) July 12, 2016
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. 12. júlí 2016 07:49 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07
Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. 12. júlí 2016 07:49
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15