Hlustendur Útvarps Sögu Þjóðfylkingarfólk upp til hópa Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2016 10:29 Könnun Útvarps Sögu hafa Þjóðfylkingarmenn til marks um mikinn meðbyr. Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin. Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin.
Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira