Lárus: Algjör bylting fyrir afreksíþróttir á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 11:24 Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, segir frá nýja samningnum í dag. Vísir/ÓskarÓ Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti í dag tímamótasamning á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. „Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá ÍSÍ sem höfum haft úr allt of litlu að spila til að aðstoða sérsambönd ÍSÍ og þá afreksfólkið til að það geti helgað sig íþrótt sinni og náð sem bestum árangri,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ um samninginn í fréttatilkynningu frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands. „Margt afreksfólk hefur búið við það að meiri tími hefur farið í að fjármagna ferðir, þjálfarakostnað og uppihald heldur en að æfa og undirbúa sig fyrir keppnir. Við höfum eingöngu getað hjálpað þeim sem hafa náð miklum árangi, en umtalsverður kostnaður fylgir því að ferðast og keppa til að tryggja sér þátttökurétt á t.d. Ólympíuleikunum. Sá kostnaður lendir oft á tíðum að miklu leyti á keppandanum sjálfum,“ sagði Lárus. „Það er allt of algengt að íslenskt afreksíþróttafólk hætti of snemma og samkvæmt því sem við höfum kannað er það oftar en ekki vegna erfiðleika við fjármögnun eða vanlíðan vegna fjárhagsáhyggja. Vonandi mun þessi samningur koma í veg fyrir mikið brottfall af fjárhagslegum ástæðum,“ bætti Lárus við. Lárus telur samninginn mjög þýðingarmikinn fyrir íþróttastarf í landinu: „Hér er um algera byltingu fyrir afreksíþróttir að ræða og við þökkum ríkisvaldinu fyrir að hafa trú á því að árangur í íþróttum skipti þjóðina máli, og að það þurfi aukið fjármagn til að hann náist. Við erum nú komin mun nær því að geta byggt upp umgjörð fyrir afreksíþróttafólkið okkar í líkingu við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar, þó við náum líklega aldrei alveg jafn góðum aðbúnaði og þær mun fjölmennari þjóðir. Þessi niðurstaða er árangur samningaviðræðna okkar til nokkurra ára og í kjölfar ítarlegrar greiningar á fjárþörf afreksíþrótta á Íslandi. Það sýndi sig þegar KSÍ náði að laga til umgjörðina sína utan um landslið sín að árangurinn kom fljótt í ljós. Við vonum að þessi auknu framlög í Afrekssjóð ÍSÍ muni gera öðrum sérsamböndum kleift að bæta umgjörðina utan um sína afreksmenn.“ „Til að fagna þessu skrefi vildum við formlega undirrita samninginn milli ÍSÍ og ríkisins í Laugardalnum í morgun. Við fengum landsliðsfólk, þjálfara og forsvarsfólk frá sérsamböndum ÍSÍ til að fjölmenna og fagna þessum tímamótasamningi," sagði Lárus að lokum. Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sjá meira
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti í dag tímamótasamning á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. „Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá ÍSÍ sem höfum haft úr allt of litlu að spila til að aðstoða sérsambönd ÍSÍ og þá afreksfólkið til að það geti helgað sig íþrótt sinni og náð sem bestum árangri,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ um samninginn í fréttatilkynningu frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands. „Margt afreksfólk hefur búið við það að meiri tími hefur farið í að fjármagna ferðir, þjálfarakostnað og uppihald heldur en að æfa og undirbúa sig fyrir keppnir. Við höfum eingöngu getað hjálpað þeim sem hafa náð miklum árangi, en umtalsverður kostnaður fylgir því að ferðast og keppa til að tryggja sér þátttökurétt á t.d. Ólympíuleikunum. Sá kostnaður lendir oft á tíðum að miklu leyti á keppandanum sjálfum,“ sagði Lárus. „Það er allt of algengt að íslenskt afreksíþróttafólk hætti of snemma og samkvæmt því sem við höfum kannað er það oftar en ekki vegna erfiðleika við fjármögnun eða vanlíðan vegna fjárhagsáhyggja. Vonandi mun þessi samningur koma í veg fyrir mikið brottfall af fjárhagslegum ástæðum,“ bætti Lárus við. Lárus telur samninginn mjög þýðingarmikinn fyrir íþróttastarf í landinu: „Hér er um algera byltingu fyrir afreksíþróttir að ræða og við þökkum ríkisvaldinu fyrir að hafa trú á því að árangur í íþróttum skipti þjóðina máli, og að það þurfi aukið fjármagn til að hann náist. Við erum nú komin mun nær því að geta byggt upp umgjörð fyrir afreksíþróttafólkið okkar í líkingu við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar, þó við náum líklega aldrei alveg jafn góðum aðbúnaði og þær mun fjölmennari þjóðir. Þessi niðurstaða er árangur samningaviðræðna okkar til nokkurra ára og í kjölfar ítarlegrar greiningar á fjárþörf afreksíþrótta á Íslandi. Það sýndi sig þegar KSÍ náði að laga til umgjörðina sína utan um landslið sín að árangurinn kom fljótt í ljós. Við vonum að þessi auknu framlög í Afrekssjóð ÍSÍ muni gera öðrum sérsamböndum kleift að bæta umgjörðina utan um sína afreksmenn.“ „Til að fagna þessu skrefi vildum við formlega undirrita samninginn milli ÍSÍ og ríkisins í Laugardalnum í morgun. Við fengum landsliðsfólk, þjálfara og forsvarsfólk frá sérsamböndum ÍSÍ til að fjölmenna og fagna þessum tímamótasamningi," sagði Lárus að lokum.
Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn