Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júlí 2016 15:56 Segir Pírata hafa tekið út upplýsingar um stefnu sína varðandi höfundarétt þar sem þeir viti að skoðanir þeirra þoli ekki ljósið. Vísir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) segir Pírata hafa fjarlægt þann hluta af stefnuskrá sinni af netsíðu þeirra sem snéri að stefnu þeirra hvað höfundarrétt varðar. Sér til stuðnings birti hann á Fésbókar-síðu sinni skjáskot sem hann tók af hluta stefnuskráarinnar sem snéri að þessu máli áður en það var fjarlægt. Hann óskar þess að forsvarsmenn flokksins greini frá því opinberlega hver afstaða þeirra sé varðandi höfundarrétt fyrir komandi kosningar. „Þetta er eina landið í heiminum sem tekur Pírataflokk alvarlega,“ segir Jakob Frímann. „Það sem ég vil fá svar við er hvort að þessi stefna sem ég rak augun í vor og tók skjáskot sé enn við lýði. Ég hef líka reynt að fá einhvern þeirra til þess að afneita þessum brýningum Deildu.net þar sem notendur voru hvattir til þess öllu því íslenska efni sem þeir ættu til þess að sýna fram á mótstöðu við höfundarrétinn. Píratar hafa farið í kringum það alveg eins og heitan eld. Þau segjast bara ekki eiga Deildu.net. Ég hef bara verið að spyrja um afstöðu til þessara orða.“Jakob tók þetta skjáskot af síðu Pírata í apríl en segir þá núna hafa fjarlægt allt sem varðar höfundarétt af síðunni.Vísir/skjáskotSkerðing eignarréttar um 73%Jakob bendir á að í stefnuskrá flokksins í apríl hafi verið sú hugmynd að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda, sem höfundarrétturinn sé, um 73% eða úr 70 árum í 20. Þetta þýðir að listamenn myndu hætta að fá greidd gjöld fyrir notkun verka þeirra 20 árum frá útgáfudegi. „Það sem mig grunar er að þau ætli sér að komast í Ríkisstjórn til þess að koma stjórnarskrá málinu í gegn og kjósa um Evrópu. Ég held að þau séu að taka þetta út núna tímabundið af því að þau vita að þetta þolir ekki ljósið. Einn hluti af breytingum stjórnarskrár snýst um eignarrétt og þau vilja breyta því.“Ásta Guðrún viðurkenndi í Bítinu á Bylgjunni i morgun að Píratar vilji breyta höfundarétti hér á landi.VísirViðurkenndi að Píratar vildu breyta höfundarréttarlögumÁsta Guðrún Helgadóttir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort Píratar vildu breyta lögum hér á landi sem varðaði höfundarrétt. Hún sagði það svo vera en að ekki væri tímabært að gera slíkar breytingar fyrr en línur færu að skýrast varðandi höfundarrétt innan Evrópusambandsins. Ásta var einnig spurð að því hvort Píratar legðu blessun sína á höfundarréttarbrot en hún neitaði því. Hún sagði að afstaða Pírata til þess að höfundarréttarsamtök væru að kæra torrent-síður eins og hefur nú gerst með Deildu.net væru sú að slíkt væri tilgangslaust þar sem netverjar myndu alltaf finna aðra leið til þess að deila og sækja höfundavarið efni. Betra væri fyrir höfundarréttarsamtök að einbeita sér að því að höfundar fengju betri samninga hjá löglegum veitum á borð við Spotify eða Netflix. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) segir Pírata hafa fjarlægt þann hluta af stefnuskrá sinni af netsíðu þeirra sem snéri að stefnu þeirra hvað höfundarrétt varðar. Sér til stuðnings birti hann á Fésbókar-síðu sinni skjáskot sem hann tók af hluta stefnuskráarinnar sem snéri að þessu máli áður en það var fjarlægt. Hann óskar þess að forsvarsmenn flokksins greini frá því opinberlega hver afstaða þeirra sé varðandi höfundarrétt fyrir komandi kosningar. „Þetta er eina landið í heiminum sem tekur Pírataflokk alvarlega,“ segir Jakob Frímann. „Það sem ég vil fá svar við er hvort að þessi stefna sem ég rak augun í vor og tók skjáskot sé enn við lýði. Ég hef líka reynt að fá einhvern þeirra til þess að afneita þessum brýningum Deildu.net þar sem notendur voru hvattir til þess öllu því íslenska efni sem þeir ættu til þess að sýna fram á mótstöðu við höfundarrétinn. Píratar hafa farið í kringum það alveg eins og heitan eld. Þau segjast bara ekki eiga Deildu.net. Ég hef bara verið að spyrja um afstöðu til þessara orða.“Jakob tók þetta skjáskot af síðu Pírata í apríl en segir þá núna hafa fjarlægt allt sem varðar höfundarétt af síðunni.Vísir/skjáskotSkerðing eignarréttar um 73%Jakob bendir á að í stefnuskrá flokksins í apríl hafi verið sú hugmynd að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda, sem höfundarrétturinn sé, um 73% eða úr 70 árum í 20. Þetta þýðir að listamenn myndu hætta að fá greidd gjöld fyrir notkun verka þeirra 20 árum frá útgáfudegi. „Það sem mig grunar er að þau ætli sér að komast í Ríkisstjórn til þess að koma stjórnarskrá málinu í gegn og kjósa um Evrópu. Ég held að þau séu að taka þetta út núna tímabundið af því að þau vita að þetta þolir ekki ljósið. Einn hluti af breytingum stjórnarskrár snýst um eignarrétt og þau vilja breyta því.“Ásta Guðrún viðurkenndi í Bítinu á Bylgjunni i morgun að Píratar vilji breyta höfundarétti hér á landi.VísirViðurkenndi að Píratar vildu breyta höfundarréttarlögumÁsta Guðrún Helgadóttir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort Píratar vildu breyta lögum hér á landi sem varðaði höfundarrétt. Hún sagði það svo vera en að ekki væri tímabært að gera slíkar breytingar fyrr en línur færu að skýrast varðandi höfundarrétt innan Evrópusambandsins. Ásta var einnig spurð að því hvort Píratar legðu blessun sína á höfundarréttarbrot en hún neitaði því. Hún sagði að afstaða Pírata til þess að höfundarréttarsamtök væru að kæra torrent-síður eins og hefur nú gerst með Deildu.net væru sú að slíkt væri tilgangslaust þar sem netverjar myndu alltaf finna aðra leið til þess að deila og sækja höfundavarið efni. Betra væri fyrir höfundarréttarsamtök að einbeita sér að því að höfundar fengju betri samninga hjá löglegum veitum á borð við Spotify eða Netflix.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“