Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Atli Ísleifsson skrifar 27. júlí 2016 11:51 Höskuldur Þórhallsson. Vísir/Ernir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust sé til þess eins fallið að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn.“ Höskuldur lætur orðin falla á Facebook-síðu sinni og segir að slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn.Panama-lekinn Í færslunni fjallar Höskuldur um bréf formanns Framsóknarflokksins til félagsmanna flokksins. „Í kjölfar Panamaskjalanna þar sem upplýst var um spillingu, leynd, skattsvik fjölmargra einstaklinga, sagði þáverandi forsætisráðherra af sér. Í kjölfarið samþykkti þingflokkur Framsóknarflokksins það skilyrði Sjálfstæðismanna að kosningar yrðu haldnar í haust gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn féllist á að Framsóknarflokkurinn skipaði áfram forsætisráðherra úr sínum röðum. Á það féllst Sjálfstæðisflokkurinn og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af formanni flokksins,“ segir í færslunni.Samkomulagið Höskuldur segir að þingflokkur Framsóknar hafi sett þetta skilyrði ekki síst til að tryggja „að unnt væri að halda áfram vinnu við og klára mikilvæg mál á borð við húsnæðisfrumvörp, afnám hafta, mikilvægar samgöngubætur auk fleiri mála sem listuð voru upp í samkomulaginu.“Forsætisráðherra mjög á móti skapi Þingflokkur Framsóknar hafi unnið í samræmi við þetta samkomulag þrátt fyrir að Höskuldi og mörgum finnist það súrt í broti að ekki verði hægt að ljúka ýmsum öðrum málum sem við teljum einnig mikilvæg. „En ég lít svo á að ekki komi annað til greina en að standa við það samkomulag sem gert var. Ég er ekki einn um þá skoðun í þingflokknum - og bendi m.a. á orð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, sem sagði í tilefni þeirrar atburðarásar sem formaðurinn hefur hrundið af stað, að hann væri „vanur því að standa við orð sín“. Ég dreg þá ályktun að nýjasta atburðarásin sé forsætisráðherra mjög að móti skapi.“ Höskuldur lýkur færslunni á að segja að á meðan nákvæm dagsetning kjördags liggi ekki fyrir muni áfram ríkja óvissa um það hvort flokkarnir eigi að halda flokksþing og raða fólki á lista þó að flestir séu vel á veg komnir með þá vinnu. „Það er þó ekki ástæða til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma dagsetningu,“ segir Höskuldur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28 Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust sé til þess eins fallið að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn.“ Höskuldur lætur orðin falla á Facebook-síðu sinni og segir að slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn.Panama-lekinn Í færslunni fjallar Höskuldur um bréf formanns Framsóknarflokksins til félagsmanna flokksins. „Í kjölfar Panamaskjalanna þar sem upplýst var um spillingu, leynd, skattsvik fjölmargra einstaklinga, sagði þáverandi forsætisráðherra af sér. Í kjölfarið samþykkti þingflokkur Framsóknarflokksins það skilyrði Sjálfstæðismanna að kosningar yrðu haldnar í haust gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn féllist á að Framsóknarflokkurinn skipaði áfram forsætisráðherra úr sínum röðum. Á það féllst Sjálfstæðisflokkurinn og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af formanni flokksins,“ segir í færslunni.Samkomulagið Höskuldur segir að þingflokkur Framsóknar hafi sett þetta skilyrði ekki síst til að tryggja „að unnt væri að halda áfram vinnu við og klára mikilvæg mál á borð við húsnæðisfrumvörp, afnám hafta, mikilvægar samgöngubætur auk fleiri mála sem listuð voru upp í samkomulaginu.“Forsætisráðherra mjög á móti skapi Þingflokkur Framsóknar hafi unnið í samræmi við þetta samkomulag þrátt fyrir að Höskuldi og mörgum finnist það súrt í broti að ekki verði hægt að ljúka ýmsum öðrum málum sem við teljum einnig mikilvæg. „En ég lít svo á að ekki komi annað til greina en að standa við það samkomulag sem gert var. Ég er ekki einn um þá skoðun í þingflokknum - og bendi m.a. á orð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, sem sagði í tilefni þeirrar atburðarásar sem formaðurinn hefur hrundið af stað, að hann væri „vanur því að standa við orð sín“. Ég dreg þá ályktun að nýjasta atburðarásin sé forsætisráðherra mjög að móti skapi.“ Höskuldur lýkur færslunni á að segja að á meðan nákvæm dagsetning kjördags liggi ekki fyrir muni áfram ríkja óvissa um það hvort flokkarnir eigi að halda flokksþing og raða fólki á lista þó að flestir séu vel á veg komnir með þá vinnu. „Það er þó ekki ástæða til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma dagsetningu,“ segir Höskuldur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28 Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28
Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00
„Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51
Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43
Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15