Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2016 17:59 HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. Vísir „Við höfðum engan ávæning af þessu,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorsígildistonnum á tæpa fjóra milljarða króna af útgerðinni Hafnarnes VER í Þorlákshöfn. HB Grandi segist vera með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði án þess að skerða afla annarra starfsstöðva félagsins.Gunnsteinn Ómarsson.Gunnsteinn segir bæjarfulltrúa Ölfuss í sumarfríi og er áætlað að reyna að koma bæjarstjórn saman í næstu viku á fund til að fara yfir málið. „Við vissum af því að fjárhagsstaðan væri erfið en það hafði ekkert verið kynnt fyrir okkur í sjálfu sér. Þetta er reiðarslag að aflaheimildirnar fari héðan,“ segir Gunnsteinn en í tilkynningunni frá HB Granda kemur fram að með þessum viðskiptum greiði Hafnarnes VER úr skuldamálum félagsins sem stofnað var til með kaupum á aflaheimildum. Unnið hafi verið að lausn á skuldamálum félagsins á undanförnum árum, en við hrunið jukust skuldir þess verulega. Er sala aflaheimildanna sögð nauðsynlegur þáttur til að unnt verði að halda áfram rekstri félagsins, en með breyttum áherslum. „Fljótt á litið gætu þetta verið 30 störf. Bæði sjómannsstörf og störf í landi,“ segir Gunnsteinn en bætir við: „ Svo veit maður ekki hvaða áform þessir aðilar hafa, eigendur Hafnarness, væntanlega verður það fyrirtæki enn til staðar og hvaða áform þau hafa um rekstur á því fyrirtæki, það er erfitt að segja nokkuð um þetta en auðvitað er þetta kjaftshögg að aflaheimildirnar fari.“ Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Við höfðum engan ávæning af þessu,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorsígildistonnum á tæpa fjóra milljarða króna af útgerðinni Hafnarnes VER í Þorlákshöfn. HB Grandi segist vera með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði án þess að skerða afla annarra starfsstöðva félagsins.Gunnsteinn Ómarsson.Gunnsteinn segir bæjarfulltrúa Ölfuss í sumarfríi og er áætlað að reyna að koma bæjarstjórn saman í næstu viku á fund til að fara yfir málið. „Við vissum af því að fjárhagsstaðan væri erfið en það hafði ekkert verið kynnt fyrir okkur í sjálfu sér. Þetta er reiðarslag að aflaheimildirnar fari héðan,“ segir Gunnsteinn en í tilkynningunni frá HB Granda kemur fram að með þessum viðskiptum greiði Hafnarnes VER úr skuldamálum félagsins sem stofnað var til með kaupum á aflaheimildum. Unnið hafi verið að lausn á skuldamálum félagsins á undanförnum árum, en við hrunið jukust skuldir þess verulega. Er sala aflaheimildanna sögð nauðsynlegur þáttur til að unnt verði að halda áfram rekstri félagsins, en með breyttum áherslum. „Fljótt á litið gætu þetta verið 30 störf. Bæði sjómannsstörf og störf í landi,“ segir Gunnsteinn en bætir við: „ Svo veit maður ekki hvaða áform þessir aðilar hafa, eigendur Hafnarness, væntanlega verður það fyrirtæki enn til staðar og hvaða áform þau hafa um rekstur á því fyrirtæki, það er erfitt að segja nokkuð um þetta en auðvitað er þetta kjaftshögg að aflaheimildirnar fari.“
Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09