200.000 króna sekt fyrir að lenda við Holuhraun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júlí 2016 12:30 Maðurinn sagði að auðvelt hefði verið fyrir sig að yfirgefa svæðið ef hættuástand hefði skapast. vísir/auðunn Þyrluflugmaður, sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun, hefur verið dæmdur til að greiða 200.000 krónur í sekt í ríkissjóð vegna brot síns. Fjórtán daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn, sem starfaði hjá Reykjavík Helicopters, lenti í tvígang í september 2014 og eitt sinn í október sama ár á svæðinu. Í fyrri tvö skiptin flaug hann með jarðfræðing og fjölmiðlamann en í október flaug hann með ferðamann. Var hann sakfelldur fyrir brot gegn lögreglulögum fyrir að hafa, með háttsemi sinni, ekki hlýtt tilmælum lögreglu. Lögreglan hafði lokað fyrir alla umferð um svæðið tímabundið vegna hættuástands. Þar var um að ræða áðurnefnt eldgos í Holuhrauni og yfirvofandi flóðavá úr Dyngjujökli.Sjá einnig:Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Maðurinn viðurkenndi að hafa lent á svæðinu en taldi sig ekki hafa gerst brotlegan við lög. Hann byggði á því að hann hefði aldrei fengið upplýsingar eða fyrirmæli um að flug væri bannað innan svæðisins. Þá hefði hann verið á þyrlu sem gerði honum kleift að yfirgefa svæðið nær samstundis ef eitthvað hefði komið upp á. Í málinu lágu fyrir tilkynningar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem sagt var frá banninu. Þær voru birtar á heimasíðu almannavarna, Facebook og Twitter og að auki sendar fjölmiðlum. Því féllst dómurinn ekki á röksemdir mannsins um að hann skyldi sýknaður þar sem Isavia sendi honum eigi tilkynningu um bannið. Í ljósi þess að maðurinn var aðeins starfsmaður í ferðinni, hafði engan persónulegan ávinning af því og að brotið hafði ekki alvarlegar afleiðingar, var refsing hans ákveðin 200.000 króna sekt. Að auki skikkaði Héraðsdómur Norðurlands eystra hann til að greiða lögmannskostnað upp á rúmar 750.000 krónur. Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00 Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þyrluflugmaður, sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun, hefur verið dæmdur til að greiða 200.000 krónur í sekt í ríkissjóð vegna brot síns. Fjórtán daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn, sem starfaði hjá Reykjavík Helicopters, lenti í tvígang í september 2014 og eitt sinn í október sama ár á svæðinu. Í fyrri tvö skiptin flaug hann með jarðfræðing og fjölmiðlamann en í október flaug hann með ferðamann. Var hann sakfelldur fyrir brot gegn lögreglulögum fyrir að hafa, með háttsemi sinni, ekki hlýtt tilmælum lögreglu. Lögreglan hafði lokað fyrir alla umferð um svæðið tímabundið vegna hættuástands. Þar var um að ræða áðurnefnt eldgos í Holuhrauni og yfirvofandi flóðavá úr Dyngjujökli.Sjá einnig:Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Maðurinn viðurkenndi að hafa lent á svæðinu en taldi sig ekki hafa gerst brotlegan við lög. Hann byggði á því að hann hefði aldrei fengið upplýsingar eða fyrirmæli um að flug væri bannað innan svæðisins. Þá hefði hann verið á þyrlu sem gerði honum kleift að yfirgefa svæðið nær samstundis ef eitthvað hefði komið upp á. Í málinu lágu fyrir tilkynningar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem sagt var frá banninu. Þær voru birtar á heimasíðu almannavarna, Facebook og Twitter og að auki sendar fjölmiðlum. Því féllst dómurinn ekki á röksemdir mannsins um að hann skyldi sýknaður þar sem Isavia sendi honum eigi tilkynningu um bannið. Í ljósi þess að maðurinn var aðeins starfsmaður í ferðinni, hafði engan persónulegan ávinning af því og að brotið hafði ekki alvarlegar afleiðingar, var refsing hans ákveðin 200.000 króna sekt. Að auki skikkaði Héraðsdómur Norðurlands eystra hann til að greiða lögmannskostnað upp á rúmar 750.000 krónur.
Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00 Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00
Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00