Ólafía Þórunn Íslandsmeistari á metskori Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 16:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð Íslandsmeistari í golfi í þriðja sinn í dag þegar hún tryggði sér titilinn á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía Þórunn lék frábærlega allt mótið en aldrei betur en á lokahringnum í dag þar sem hún kláraði holurnar átján á fimm höggum undir pari. Ólafía Þórunn endaði því á ellefuhöggum undir pari sem er besta skor hjá Íslandsmeistara kvenna frá upphafi. Hún bætti gamla metið um tólf högg. Ólafía fékk mikla samkeppni frá Valdísi Þóru Jónsdóttur sem endaði á tveimur höggum á eftir Ólafíu eða á níu höggum undir pari. Þær tvær voru í algjörum sérflokki hjá konunum en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili endaði í þriðja sætinu tveimur höggum á eftir nýkrýndum Íslandsmeistara. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra eru báðir atvinnumenn í íþróttinni og sýndu með frammistöðu sinni á mótinu á Jaðarsvelli að þær eru báðar að bæta sig mikið nú þegar þær geta einbeitt sér algjörlega að íþróttinni. Ólafía Þórunn lék alla fjóra hringina á undir pari. Hún var með 19 fugla á holunum 72 og tapaði höggi á aðeins sjö holum. Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð Íslandsmeistari í golfi í þriðja sinn í dag þegar hún tryggði sér titilinn á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía Þórunn lék frábærlega allt mótið en aldrei betur en á lokahringnum í dag þar sem hún kláraði holurnar átján á fimm höggum undir pari. Ólafía Þórunn endaði því á ellefuhöggum undir pari sem er besta skor hjá Íslandsmeistara kvenna frá upphafi. Hún bætti gamla metið um tólf högg. Ólafía fékk mikla samkeppni frá Valdísi Þóru Jónsdóttur sem endaði á tveimur höggum á eftir Ólafíu eða á níu höggum undir pari. Þær tvær voru í algjörum sérflokki hjá konunum en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili endaði í þriðja sætinu tveimur höggum á eftir nýkrýndum Íslandsmeistara. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra eru báðir atvinnumenn í íþróttinni og sýndu með frammistöðu sinni á mótinu á Jaðarsvelli að þær eru báðar að bæta sig mikið nú þegar þær geta einbeitt sér algjörlega að íþróttinni. Ólafía Þórunn lék alla fjóra hringina á undir pari. Hún var með 19 fugla á holunum 72 og tapaði höggi á aðeins sjö holum.
Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira