Bætti 28 ára gamalt heimsmet í kvöld en fær ekki að keppa á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2016 22:34 Keni Harrison. Vísir/Getty Keni Harrison frá Bandaríkjunum setti nýtt heimsmet í 100 metra grindarhlaupi kvenna í kvöld á afmælismóti í frjálsum íþróttum í London, svokölluðu London Anniversary Games. Keni Harrison kom í mark á 12,20 sekúndum og bætti metið sem sem hin búlgarska Yordanka Donkova var búin að eiga frá árinu 1988. Yordanka Donkova hljóp þá á 12,21 sekúndu. Keni Harrison átti besta tíma ársins en hún klúðraði algjörlega úrtökumótinu fyrir bandaríska Ólympíuliðið á dögunum. Keni Harrison náði bara sjötta sæti á úrtökumótinu og fær því ekki að keppa á ÓL í Ríó í næsta mánuði. „Eftir að ég komst ekki í Ólympíuliðið þá vildi ég sýna og sanna hvað ég hefði getað gert á leikunum," sagði Keni Harrison við BBC Sport eftir hlaupið. „Það er erfiðast að komast í bandaríska liðið. Okkar land gefur aðeins þeim þremur efstu í úrtökumótinu sæti í liðinu og ég náði ekki að vera ein þeirra. Pressan fór með mig á þeim degi og ég vildi óska þess að fá tækifæri til að hlaupa það hlaup aftur," sagði Keni Harrison. Keni Harrison á sex af sjö fljótustu tímum ársins og tvo af fjórum bestu tímum allra tíma. Það er því ótrúlegt að hún fái ekki að vera með en það er harður heimur þegar þú ert að reyna að komast í bandaríska Ólympíuliðið. Keni Harrison verður ekki eini háklassa grindarhlauparinn sem missir af leikunum í Ríó því ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, Sally Pearson, tognaði aftan í læri í síðasta mánuði og missir af leikunum líka.Keni Harrison.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Sjá meira
Keni Harrison frá Bandaríkjunum setti nýtt heimsmet í 100 metra grindarhlaupi kvenna í kvöld á afmælismóti í frjálsum íþróttum í London, svokölluðu London Anniversary Games. Keni Harrison kom í mark á 12,20 sekúndum og bætti metið sem sem hin búlgarska Yordanka Donkova var búin að eiga frá árinu 1988. Yordanka Donkova hljóp þá á 12,21 sekúndu. Keni Harrison átti besta tíma ársins en hún klúðraði algjörlega úrtökumótinu fyrir bandaríska Ólympíuliðið á dögunum. Keni Harrison náði bara sjötta sæti á úrtökumótinu og fær því ekki að keppa á ÓL í Ríó í næsta mánuði. „Eftir að ég komst ekki í Ólympíuliðið þá vildi ég sýna og sanna hvað ég hefði getað gert á leikunum," sagði Keni Harrison við BBC Sport eftir hlaupið. „Það er erfiðast að komast í bandaríska liðið. Okkar land gefur aðeins þeim þremur efstu í úrtökumótinu sæti í liðinu og ég náði ekki að vera ein þeirra. Pressan fór með mig á þeim degi og ég vildi óska þess að fá tækifæri til að hlaupa það hlaup aftur," sagði Keni Harrison. Keni Harrison á sex af sjö fljótustu tímum ársins og tvo af fjórum bestu tímum allra tíma. Það er því ótrúlegt að hún fái ekki að vera með en það er harður heimur þegar þú ert að reyna að komast í bandaríska Ólympíuliðið. Keni Harrison verður ekki eini háklassa grindarhlauparinn sem missir af leikunum í Ríó því ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, Sally Pearson, tognaði aftan í læri í síðasta mánuði og missir af leikunum líka.Keni Harrison.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Sjá meira