Markmiðið að fleiri lesi góðar bækur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2016 09:45 "Ég mun halda áfram að skrifa því ég er með bækur í pípunum sem ég þarf að ljúka. Þær koma þó varla út á þessu ári en vonandi fljótlega, ef Guð lofar,“ segir Páll. Vísir/Hanna Mér líst vel á þetta starf, annars hefði ég ekki sagt já við því,“ segir Páll Valsson rithöfundur sem sest í stól útgáfustjóra hjá Bjarti um næstu mánaðamót. „Bókaforlagið Bjartur var stofnað af æskuvini mínum Snæbirni Arngrímssyni og mér hefur alltaf verið hlýtt til þess. Þar hafa menn einbeitt sér að góðum bókmenntum í gegnum tíðina og staðið sig vel. Mér sýnist ég taka við góðu búi.“ Páll var um margra ára skeið útgáfustjóri Máls og menningar en hefur frá árinu 2007 verið bókmenntaráðunautur Forlagsins meðfram ritstörfum.Hefur honum kannski þótt erfitt að vera hinum megin við borðið og keppa við Bjart? „Samkeppni í þessum bransa er nú þannig að allir róa í sömu átt. Þetta snýst um að gefa út góðar bækur, bæði íslenskar og þýddar, og öll samkeppni í því er af hinu góða. Markaðurinn er vitaskuld örsmár en metnaðarfull og öflug forlög hljóta að reyna að stækka hann, það er markmiðið að sífellt fleiri lesi góðar bækur.“ Eitt af því sem Páll hyggst beita sér fyrir hjá Bjarti er að gefa út í auknum mæli erlendar bækur í íslenskri þýðingu eftir mikilvæga samtímahöfunda. „Það er áhyggjuefni að margt af því sem er skarplegast hugsað og skrifað í veröldinni kemur ekki út á íslenskri tungu. Mér finnst að þar hafi útgefendur aðeins gefið eftir og þurfi að taka sig á. Margir helstu höfundar okkar tíma koma ekki lengur út á íslensku. Ég tel að þetta komi niður á íslenskunni til lengri tíma. Tungumálið verður að þróast áfram og eflast og það gerist í glímu við það sem best er skrifað á öðrum tungum á hverjum tíma.“ Páll segir engan skort á þýðendum. „Við eigum bæði góða höfunda og góða þýðendur, oft eru það reyndar sömu persónurnar,“ segir hann en reiknar ekki með að hafa mikinn tíma til að þýða sjálfur. „En ég mun halda áfram að skrifa því ég er með bækur í pípunum sem ég þarf að ljúka. Þær koma þó varla út á þessu ári en vonandi fljótlega, ef guð lofar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júlí 2016. Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Mér líst vel á þetta starf, annars hefði ég ekki sagt já við því,“ segir Páll Valsson rithöfundur sem sest í stól útgáfustjóra hjá Bjarti um næstu mánaðamót. „Bókaforlagið Bjartur var stofnað af æskuvini mínum Snæbirni Arngrímssyni og mér hefur alltaf verið hlýtt til þess. Þar hafa menn einbeitt sér að góðum bókmenntum í gegnum tíðina og staðið sig vel. Mér sýnist ég taka við góðu búi.“ Páll var um margra ára skeið útgáfustjóri Máls og menningar en hefur frá árinu 2007 verið bókmenntaráðunautur Forlagsins meðfram ritstörfum.Hefur honum kannski þótt erfitt að vera hinum megin við borðið og keppa við Bjart? „Samkeppni í þessum bransa er nú þannig að allir róa í sömu átt. Þetta snýst um að gefa út góðar bækur, bæði íslenskar og þýddar, og öll samkeppni í því er af hinu góða. Markaðurinn er vitaskuld örsmár en metnaðarfull og öflug forlög hljóta að reyna að stækka hann, það er markmiðið að sífellt fleiri lesi góðar bækur.“ Eitt af því sem Páll hyggst beita sér fyrir hjá Bjarti er að gefa út í auknum mæli erlendar bækur í íslenskri þýðingu eftir mikilvæga samtímahöfunda. „Það er áhyggjuefni að margt af því sem er skarplegast hugsað og skrifað í veröldinni kemur ekki út á íslenskri tungu. Mér finnst að þar hafi útgefendur aðeins gefið eftir og þurfi að taka sig á. Margir helstu höfundar okkar tíma koma ekki lengur út á íslensku. Ég tel að þetta komi niður á íslenskunni til lengri tíma. Tungumálið verður að þróast áfram og eflast og það gerist í glímu við það sem best er skrifað á öðrum tungum á hverjum tíma.“ Páll segir engan skort á þýðendum. „Við eigum bæði góða höfunda og góða þýðendur, oft eru það reyndar sömu persónurnar,“ segir hann en reiknar ekki með að hafa mikinn tíma til að þýða sjálfur. „En ég mun halda áfram að skrifa því ég er með bækur í pípunum sem ég þarf að ljúka. Þær koma þó varla út á þessu ári en vonandi fljótlega, ef guð lofar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júlí 2016.
Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira