Mikilvægt að við skoðum aftur fyrir okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2016 10:30 Með sýningunni í Ólafsdal kveðst Guðrún vilja gera formæðrum sínum hátt undir höfði án þess að fella yfir þeim dóma eða veita verðlaun. Mynd/Einar Bergmundur Langamma mín kom úr Dölunum og þegar ég fór að skoða betur kvenlegginn minn, móður – móður – móður, allt aftur til 1685, komst ég að því að þær höfðu allar búið þar á tiltölulega litlu landsvæði. Ég er búin að fara á þá staði og þefa, skoða og líta í kringum mig. Reyndi að finna út hvernig lífi þær lifðu og það hratt mér út í að mála af þeim myndir,“ segir Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona sem opnar sýningu í gamla skólahúsinu í Ólafsdal, fyrir botni Gilsfjarðar, á morgun. „Flestar ömmur mínar voru í Kvennabrekkusókn en líka á Skarðsströndinni sem er skammt frá Ólafsdal. Því fannst mér upplagt að láta þær hittast þar og horfast í augu,“ segir Guðrún og heldur áfram. „Ólafsdalur er svolítið úr leið eftir að Gilsfjarðarbrúin var byggð en hann er alger perla. Þar er búið að vinna gott starf við að gera upp gamla skólahúsið, innvolsið er óbreytt og panillinn er í yndislegum litum. Að vinna að myndlist þar veitti mér innblástur.“ Guðrún býr á Alviðru í Ölfusi, við rætur Ingólfsfjalls, á móti Þrastarlundi. Hún og maður hennar halda utan um vefinn nattura.is en hún er líka myndlistarmaður og hefur lagt rækt við þann þátt í auknum mæli síðustu ár. Málverkin sem hún gerði af formæðrum sínum eru frekar stór. „Ég málaði þær eins og ég sé þær fyrir mér, eftir að hafa farið í gegnum þau litlu gögn sem ég hafði. Það eru nokkrar setningar skrifaðar um sumar, ekkert um aðrar, eins og títt er um fyrri tíðar konur. En ég sé í Íslendingabók hvenær þær byrjuðu að eignast börn, hversu mörg börn þær fæddu og hve mörg komust upp.“ Ekki segir Guðrún túlkun sína yfirnáttúrulega á nokkurn hátt en andinn hafi virkilega komið yfir hana af því að kafa ofan í þetta efni án þess þó að setja líf kvennanna inn í einhverja fornöld. „Okkur hættir til að sjá allt í svarthvítu sem er horfið okkur en þetta voru konur af holdi og blóði sem áttu lífsferil eins og við og höfðu liti náttúrunnar í kringum sig. Þær þurftu að sinna heimilum og setja mat á borð – og það erum við enn að fást við þó við eigum ekki tólf börn í torfkofa. Ekki höfðu þær mikið á milli handanna en ég vil með sýningunni gera þeim hátt undir höfði án þess að fella yfir þeim dóma eða veita verðlaun. Mér finnst mikilvægt að við skoðum aftur fyrir okkur öðru hvoru í stað þess að finnast við sjálf merkilegri en allt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júlí 2016. Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Langamma mín kom úr Dölunum og þegar ég fór að skoða betur kvenlegginn minn, móður – móður – móður, allt aftur til 1685, komst ég að því að þær höfðu allar búið þar á tiltölulega litlu landsvæði. Ég er búin að fara á þá staði og þefa, skoða og líta í kringum mig. Reyndi að finna út hvernig lífi þær lifðu og það hratt mér út í að mála af þeim myndir,“ segir Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona sem opnar sýningu í gamla skólahúsinu í Ólafsdal, fyrir botni Gilsfjarðar, á morgun. „Flestar ömmur mínar voru í Kvennabrekkusókn en líka á Skarðsströndinni sem er skammt frá Ólafsdal. Því fannst mér upplagt að láta þær hittast þar og horfast í augu,“ segir Guðrún og heldur áfram. „Ólafsdalur er svolítið úr leið eftir að Gilsfjarðarbrúin var byggð en hann er alger perla. Þar er búið að vinna gott starf við að gera upp gamla skólahúsið, innvolsið er óbreytt og panillinn er í yndislegum litum. Að vinna að myndlist þar veitti mér innblástur.“ Guðrún býr á Alviðru í Ölfusi, við rætur Ingólfsfjalls, á móti Þrastarlundi. Hún og maður hennar halda utan um vefinn nattura.is en hún er líka myndlistarmaður og hefur lagt rækt við þann þátt í auknum mæli síðustu ár. Málverkin sem hún gerði af formæðrum sínum eru frekar stór. „Ég málaði þær eins og ég sé þær fyrir mér, eftir að hafa farið í gegnum þau litlu gögn sem ég hafði. Það eru nokkrar setningar skrifaðar um sumar, ekkert um aðrar, eins og títt er um fyrri tíðar konur. En ég sé í Íslendingabók hvenær þær byrjuðu að eignast börn, hversu mörg börn þær fæddu og hve mörg komust upp.“ Ekki segir Guðrún túlkun sína yfirnáttúrulega á nokkurn hátt en andinn hafi virkilega komið yfir hana af því að kafa ofan í þetta efni án þess þó að setja líf kvennanna inn í einhverja fornöld. „Okkur hættir til að sjá allt í svarthvítu sem er horfið okkur en þetta voru konur af holdi og blóði sem áttu lífsferil eins og við og höfðu liti náttúrunnar í kringum sig. Þær þurftu að sinna heimilum og setja mat á borð – og það erum við enn að fást við þó við eigum ekki tólf börn í torfkofa. Ekki höfðu þær mikið á milli handanna en ég vil með sýningunni gera þeim hátt undir höfði án þess að fella yfir þeim dóma eða veita verðlaun. Mér finnst mikilvægt að við skoðum aftur fyrir okkur öðru hvoru í stað þess að finnast við sjálf merkilegri en allt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júlí 2016.
Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira