Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 15:49 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. „Það er enginn munur á Pírötum og Samfylkingu eða ég þekki hann ekki. Hver er sá munur? Ef þið eruð að tala um afstöðu Birgittu Jónsdóttur um að við skulum hafa örsutt kjörtímabil, níu mánuði, og kjósa þá um stjórnarskrána þá er það þannig að ég tel það óraunhæft. Ég tel að ef menn setja svona dagsetningar þá verða þær að skotspæni og stjórnarandstaðan nýja mun gera sér far um að brjóta hana niður,“ sagði Össur í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í dag. Össur benti á að innan raða Pírata væru menn ekki endilega mikið að fagna hugmyndum um níu mánaða kjörtímabil en hugmyndin er þá sú að samþykkja nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu og boða til þingkosninga í kjölfarið. Össur er þó alveg sammála því að það þurfi að breyta stjórnarskránni. „Við skulum segja að það tækist að klára það mál í þokkalegum friði þannig að menn fengju að segja sínar skoðanir. Þegar því er lokið þá hef ég ekkert á móti því að kjörtímabilið yrði stytt og gengið til kosninga.“ Viðtalið við Össur má heyra í heild sinni hér að neðan en í því var farið yfir víðan völl. Bar meðal annars formannsskiptin í Samfylkingunni á góma sem og frammistaða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Tengdar fréttir Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, 5. ágúst 2016 07:00 Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. „Það er enginn munur á Pírötum og Samfylkingu eða ég þekki hann ekki. Hver er sá munur? Ef þið eruð að tala um afstöðu Birgittu Jónsdóttur um að við skulum hafa örsutt kjörtímabil, níu mánuði, og kjósa þá um stjórnarskrána þá er það þannig að ég tel það óraunhæft. Ég tel að ef menn setja svona dagsetningar þá verða þær að skotspæni og stjórnarandstaðan nýja mun gera sér far um að brjóta hana niður,“ sagði Össur í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í dag. Össur benti á að innan raða Pírata væru menn ekki endilega mikið að fagna hugmyndum um níu mánaða kjörtímabil en hugmyndin er þá sú að samþykkja nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu og boða til þingkosninga í kjölfarið. Össur er þó alveg sammála því að það þurfi að breyta stjórnarskránni. „Við skulum segja að það tækist að klára það mál í þokkalegum friði þannig að menn fengju að segja sínar skoðanir. Þegar því er lokið þá hef ég ekkert á móti því að kjörtímabilið yrði stytt og gengið til kosninga.“ Viðtalið við Össur má heyra í heild sinni hér að neðan en í því var farið yfir víðan völl. Bar meðal annars formannsskiptin í Samfylkingunni á góma sem og frammistaða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Tengdar fréttir Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, 5. ágúst 2016 07:00 Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, 5. ágúst 2016 07:00
Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15