Passaði ekki í hópinn Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 12:15 Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói, strengjum og úkúlele. Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að semja tónlist, Björk Guðmundsdóttir hefur alltaf verið mikil fyrirmynd hjá mér. Ég byrjaði að skrifa lög fyrir plötuna mína Funeral í apríl á síðasta ári. Platan var öll tekin upp hér í Reykjavík, en ég fékk til liðs við mig fullt af hæfileikaríku tónlistarfólki til að spila inn á plötuna,“ segir Heiðrik á Heygum söngvari spurður út væntanlega plötu hans, Funeral, sem kemur út 1. september. Heiðrik hefur búið á Íslandi síðastliðin tvö ár, en auk þess að gefa út tónlist stundar hann nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, ásamt því að vinna við gerð tónlistarmyndbanda, en hann hann hefur meðal annars unnið með Eivøru Pálsdóttur, hljómsveitinni Orku og Bloodgroup. „Ég flutti til Íslands frá Danmörku en þar lærði ég kvikmyndagerð. Ég valdi að flytja til Íslands til að vera í meiri nálægð við náttúruna, enda Ísland mjög líkt Færeyjum en þaðan er ég,“ segir Heiðrik. Platan verður samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja þar sem hann ólst upp.Heiðrik hefur tilkynnt að platan Funeral muni koma út þann 1. september næstkomandi.„Ástæða þess að ég nefndi plötuna „Funeral“ er vegna þess að ég er að gera upp ýmsa hluti í mínu lífi svo ég geti haldið áfram að njóta lífsins. Lögin á plötunni fjalla að miklu leyti um líf mitt og mínar heimaslóðir í Færeyjum. Það er augljós þráður í gegn um lögin sem lýsa upplifun minni á lífi mínu þar,“ segir Heiðrik og bætir við að hann hafi alltaf átt erfitt uppdráttar í Færeyjum vegna kynhneigðar sinnar. Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói, strengjum, úkúlele sem og dúnmjúkri rödd Heiðríks. Tónarnir sem Heiðríkur leggur fyrir hlustandann tekur fólk í melankólskt og grátbroslegt ferðalag þar sem gætir áhrifa allt frá djassi til þjóðlagatónlistar. „Mér fannst mjög erfitt að koma út úr skápnum sem hommi og gerði það ekki fyrr en ég var tuttugu og fimm ára, aðallega vegna þess hversu mikil hommafælni ríkir í Færeyjum. Ég passaði aldrei í hópinn og var alltaf öðruvísi. Ég hef aldrei almennilega komist yfir þessa skömm sem ég bar mjög lengi, þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa út þessa plötu,“ segir Heiðrik og bætir við að sem betur fer hafi hlutirnir verið að breytast í Færeyjum og eru hinsegin dagar haldnir hátíðlegir, og viðhorf til samkynhneigðar mun hleypidómalausara en var áður fyrr. Nóg er um að vera framundan hjá Heiðrik en hann gaf út lagið Change of Frame nú á dögunum í samstarfi við leikhópinn Ratatam og Senu. „Ég vonast til þess að spila mikið hér á Íslandi á næstunni, ásamt því að búa til myndbönd við öll lög plötunnar. Ég elska Ísland svo mér finnst mjög líklegt að ég komi til með að búa hér í framtíðinni,“ segir Heiðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Hinsegin Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að semja tónlist, Björk Guðmundsdóttir hefur alltaf verið mikil fyrirmynd hjá mér. Ég byrjaði að skrifa lög fyrir plötuna mína Funeral í apríl á síðasta ári. Platan var öll tekin upp hér í Reykjavík, en ég fékk til liðs við mig fullt af hæfileikaríku tónlistarfólki til að spila inn á plötuna,“ segir Heiðrik á Heygum söngvari spurður út væntanlega plötu hans, Funeral, sem kemur út 1. september. Heiðrik hefur búið á Íslandi síðastliðin tvö ár, en auk þess að gefa út tónlist stundar hann nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, ásamt því að vinna við gerð tónlistarmyndbanda, en hann hann hefur meðal annars unnið með Eivøru Pálsdóttur, hljómsveitinni Orku og Bloodgroup. „Ég flutti til Íslands frá Danmörku en þar lærði ég kvikmyndagerð. Ég valdi að flytja til Íslands til að vera í meiri nálægð við náttúruna, enda Ísland mjög líkt Færeyjum en þaðan er ég,“ segir Heiðrik. Platan verður samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja þar sem hann ólst upp.Heiðrik hefur tilkynnt að platan Funeral muni koma út þann 1. september næstkomandi.„Ástæða þess að ég nefndi plötuna „Funeral“ er vegna þess að ég er að gera upp ýmsa hluti í mínu lífi svo ég geti haldið áfram að njóta lífsins. Lögin á plötunni fjalla að miklu leyti um líf mitt og mínar heimaslóðir í Færeyjum. Það er augljós þráður í gegn um lögin sem lýsa upplifun minni á lífi mínu þar,“ segir Heiðrik og bætir við að hann hafi alltaf átt erfitt uppdráttar í Færeyjum vegna kynhneigðar sinnar. Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói, strengjum, úkúlele sem og dúnmjúkri rödd Heiðríks. Tónarnir sem Heiðríkur leggur fyrir hlustandann tekur fólk í melankólskt og grátbroslegt ferðalag þar sem gætir áhrifa allt frá djassi til þjóðlagatónlistar. „Mér fannst mjög erfitt að koma út úr skápnum sem hommi og gerði það ekki fyrr en ég var tuttugu og fimm ára, aðallega vegna þess hversu mikil hommafælni ríkir í Færeyjum. Ég passaði aldrei í hópinn og var alltaf öðruvísi. Ég hef aldrei almennilega komist yfir þessa skömm sem ég bar mjög lengi, þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa út þessa plötu,“ segir Heiðrik og bætir við að sem betur fer hafi hlutirnir verið að breytast í Færeyjum og eru hinsegin dagar haldnir hátíðlegir, og viðhorf til samkynhneigðar mun hleypidómalausara en var áður fyrr. Nóg er um að vera framundan hjá Heiðrik en hann gaf út lagið Change of Frame nú á dögunum í samstarfi við leikhópinn Ratatam og Senu. „Ég vonast til þess að spila mikið hér á Íslandi á næstunni, ásamt því að búa til myndbönd við öll lög plötunnar. Ég elska Ísland svo mér finnst mjög líklegt að ég komi til með að búa hér í framtíðinni,“ segir Heiðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Hinsegin Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning