Flæðandi teikningar á stórum skala Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 10:15 Tónlistarmennirnir Nick Kuepfer, Mat Shane og Neil Holyoak spila á hljóðfærin meðan teiknari skreytir vegginn. Tíu listamenn frá sex löndum, Argentínu, Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Austurríki og Íslandi, koma sér fyrir í Verksmiðjunni á Hjalteyri í ágúst og þróa þar innsetningarverkið Sumarryk. Gústav Geir Bollason er lykilmaður í Verksmiðjunni. Hvernig komst hann í samband við allt þetta fólk? „Það var í gegnum hinn kanadíska Jim Holyoak teiknara sem ég hitti hér á landi. Hann gerir fantasíukenndar, flæðandi teikningar á stórum skala sem snúast mikið um náttúruna, ferðast mikið um heiminn og hefur áhuga Íslandi. Hann valdi þennan fjölþjóðlega hóp sem fæst við teikningar, kvikmyndir, ljósmyndir og tónlist.Teikning eftir Jim Holyoak.Hópurinn er valinn út frá hinu hráa rými og frábæra hljómi sem er í Verksmiðjunni og þar er líka gaman fyrir fólk að sýna sem vill fara svolítið út fyrir rammann, því þar eru stórir veggir og nóg rými,“ útskýrir hann. En hvar sefur listafólkið og borðar meðan á dvölinni stendur? „Þessi hópur er bara í tjaldbúðahugleiðingum en ef veðrið versnar um of flytur það inn í Verksmiðjuna.“Gústav Geir sækist eftir listafólki sem kann að meta hina hráu ásýnd Verksmiðjunnar á Hjalteyri.Hluti hópsins ætlar að vera allan mánuðinn, þar á meðal foringinn Jim Holyoak. Allt ferlið sem þar fer fram verður tekið upp til notkunar síðar og Gústav Geir kveðst vera að leita að fólki sem á myndir og minningar úr húsinu og starfsemi þess þegar þar var síldarverksmiðja. „Það sem ég veit er að það voru Thorsarar sem komu Verksmiðjunni upp 1937 þegar síldin var vaðandi um allan sjó en bræðslu þar var hætt árið 1966. Fyrst á eftir var húsið notað undir skreið og skreiðarpökkun.“Listamenn tóna og teikninga, Neil Holyoak, Jim Holyoak og Nick Kuepfer.Sýningin Sumarryk verður í vinnslu allan mánuðinn. Fólk getur alltaf gengið þar um milli klukkan 14 og 17 og um helgar verða skipulagðir viðburðir. Sá fyrsti á laugardaginn, 6. ágúst, verður í formi listamannaspjalls þar myndum af verkum þeirra sem þar dvelja þennan mánuð verður varpað upp. Tónlistarmennirnir koma um miðjan mánuðinn og aðalopnunin verður 27. ágúst. Sýningin fær svo að anda áfram fram í september þó nýr hópur komi líka með sýningu inn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tíu listamenn frá sex löndum, Argentínu, Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Austurríki og Íslandi, koma sér fyrir í Verksmiðjunni á Hjalteyri í ágúst og þróa þar innsetningarverkið Sumarryk. Gústav Geir Bollason er lykilmaður í Verksmiðjunni. Hvernig komst hann í samband við allt þetta fólk? „Það var í gegnum hinn kanadíska Jim Holyoak teiknara sem ég hitti hér á landi. Hann gerir fantasíukenndar, flæðandi teikningar á stórum skala sem snúast mikið um náttúruna, ferðast mikið um heiminn og hefur áhuga Íslandi. Hann valdi þennan fjölþjóðlega hóp sem fæst við teikningar, kvikmyndir, ljósmyndir og tónlist.Teikning eftir Jim Holyoak.Hópurinn er valinn út frá hinu hráa rými og frábæra hljómi sem er í Verksmiðjunni og þar er líka gaman fyrir fólk að sýna sem vill fara svolítið út fyrir rammann, því þar eru stórir veggir og nóg rými,“ útskýrir hann. En hvar sefur listafólkið og borðar meðan á dvölinni stendur? „Þessi hópur er bara í tjaldbúðahugleiðingum en ef veðrið versnar um of flytur það inn í Verksmiðjuna.“Gústav Geir sækist eftir listafólki sem kann að meta hina hráu ásýnd Verksmiðjunnar á Hjalteyri.Hluti hópsins ætlar að vera allan mánuðinn, þar á meðal foringinn Jim Holyoak. Allt ferlið sem þar fer fram verður tekið upp til notkunar síðar og Gústav Geir kveðst vera að leita að fólki sem á myndir og minningar úr húsinu og starfsemi þess þegar þar var síldarverksmiðja. „Það sem ég veit er að það voru Thorsarar sem komu Verksmiðjunni upp 1937 þegar síldin var vaðandi um allan sjó en bræðslu þar var hætt árið 1966. Fyrst á eftir var húsið notað undir skreið og skreiðarpökkun.“Listamenn tóna og teikninga, Neil Holyoak, Jim Holyoak og Nick Kuepfer.Sýningin Sumarryk verður í vinnslu allan mánuðinn. Fólk getur alltaf gengið þar um milli klukkan 14 og 17 og um helgar verða skipulagðir viðburðir. Sá fyrsti á laugardaginn, 6. ágúst, verður í formi listamannaspjalls þar myndum af verkum þeirra sem þar dvelja þennan mánuð verður varpað upp. Tónlistarmennirnir koma um miðjan mánuðinn og aðalopnunin verður 27. ágúst. Sýningin fær svo að anda áfram fram í september þó nýr hópur komi líka með sýningu inn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning