Í þessari grein verður farið yfir þær en þeir sem enn hafa ekki horft á þessa þætti ættu að láta staðar numið í lestri hennar því hér verður farið yfir atriði sem mögulega gæti spillt fyrir áhorfi.

Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Sem sagt, allt löðrandi í 80´s-stemningu og skírskotunum í verk Steven Spielberg, John Carpenter, Rob Reiner og George Lucas, svo dæmi séu tekin, og ekki síst í verk rithöfundarins Stephen King.
Ungur drengur hverfur á dularfullan hátt og stúlka með krafta til að stjórna umhverfi sínu með hugaorkunni einni saman birtist óvænt. Hún slæst í för með vinum unga drengsins og aðstoðar þá við leitina að vini þeirra og smám saman kemur ógnvænlegur veruleiki á yfirborðið.
Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem er búið að taka saman allar þessar kvikmyndaskírskotanir og setja þær við hlið atriða úr Stranger Things.
References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo.