Usain Bolt fagnaði gullinu með því að syngja með í Bob Marley lagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 01:51 Usain Bolt fagnar sigri. Vísir/Getty Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann 200 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem hann tekur gullið í þessari grein. Usain Bolt kom í mark á 19,78 sekúndum en hann talaði um það eftir undanúrslitin í gær að hann ætlaði að reyna að bæta heimsmetið sitt frá því á HM í Berlín 2009. Bolt var reyndar langt frá heimsmeti sínu (19.19 sekúndur 2009) og Ólympíumeti (19.30 sekúndur 2008) en sigur hans var öruggur. Hann var ekki alveg sáttur eftir hlaupið því hann ætlaði sér meira en gleymdi þeirri reiði fljótt. Þetta voru önnur gullverðlaun Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó og áttundu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum. Eins og þegar hann vann 100 metra hlaupið á dögunum á þriðju leikunum í röð varð Bolt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 metra hlaupið á þremur Ólympíuleikum í röð. Skemmtikrafturinn Usain Bolt kom að sjálfsögðu fram í sigurvímunni þar sem hann söng meðal annars undir með lagi Bob Marley með jamaíska fánann í annarri og þann brasilíska í hinni. Usain Bolt og Bob Marley eru án efa frægustu Jamaíkamennirnir í sögunni og þetta átti því vel við. Nú er bara að klára dæmið í boðhlaupinu og vinna þrjú gullverðlaun á þriðju leikunum í röð. Kanadamaðurinn Andre De Grasse, sem reyndi að vinna Bolt þegar Jamaíkamaðurinn slakaði á í lokin á undanúrslitahlaupinu í gær, varð annar í hlaupinu á 20,02 sekúndum. Frakkinn Christophe Lemaitre fékk síðan bronsið þrátt fyrir að koma á sama tíma í mark og Adam Gemili frá Bretland en þeir hlupu báðir á 20,12 sekúndum. Christophe Lemaitre var sjónarmun á undan.Öruggur sigur.Vísir/GettyUsain Bolt var smá svekktur að slá ekki metið.Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann 200 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem hann tekur gullið í þessari grein. Usain Bolt kom í mark á 19,78 sekúndum en hann talaði um það eftir undanúrslitin í gær að hann ætlaði að reyna að bæta heimsmetið sitt frá því á HM í Berlín 2009. Bolt var reyndar langt frá heimsmeti sínu (19.19 sekúndur 2009) og Ólympíumeti (19.30 sekúndur 2008) en sigur hans var öruggur. Hann var ekki alveg sáttur eftir hlaupið því hann ætlaði sér meira en gleymdi þeirri reiði fljótt. Þetta voru önnur gullverðlaun Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó og áttundu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum. Eins og þegar hann vann 100 metra hlaupið á dögunum á þriðju leikunum í röð varð Bolt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 metra hlaupið á þremur Ólympíuleikum í röð. Skemmtikrafturinn Usain Bolt kom að sjálfsögðu fram í sigurvímunni þar sem hann söng meðal annars undir með lagi Bob Marley með jamaíska fánann í annarri og þann brasilíska í hinni. Usain Bolt og Bob Marley eru án efa frægustu Jamaíkamennirnir í sögunni og þetta átti því vel við. Nú er bara að klára dæmið í boðhlaupinu og vinna þrjú gullverðlaun á þriðju leikunum í röð. Kanadamaðurinn Andre De Grasse, sem reyndi að vinna Bolt þegar Jamaíkamaðurinn slakaði á í lokin á undanúrslitahlaupinu í gær, varð annar í hlaupinu á 20,02 sekúndum. Frakkinn Christophe Lemaitre fékk síðan bronsið þrátt fyrir að koma á sama tíma í mark og Adam Gemili frá Bretland en þeir hlupu báðir á 20,12 sekúndum. Christophe Lemaitre var sjónarmun á undan.Öruggur sigur.Vísir/GettyUsain Bolt var smá svekktur að slá ekki metið.Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum