Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 01:30 Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. sæti. Vísir/Anton Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sjá meira