Endurtalið í prófkjöri Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2016 16:33 Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Kjördæmaráð Pírata á höfuðborgarsvæðinu hefur ógilt fyrri niðurröðun á framboðslista Pírata á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar. Komið höfðu fram mismunandi túlkanir á framkvæmd prófkjara í lögum Pírata og töldu sumir að endurtelja ætti atkvæði eftir að í ljós kom að nokkrir frambjóðendur höfðu hafnað sætum á listanum. Var því ákveðið að endurtelja atkvæðin að brottfelldum þeim sem hættu við þáttöku. Litlar sem engar breytingar urðu á listanum eftir endurtalningu og er röðun efstu sæta óbreytt. Taldi kjördæmaráð að sú gagnrýni sem fram hafði komið, og Vísir hefur fjallað um, ætti rétt á sér. Í gær benti stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek á að í lögum Pírata, nánar tiltekið grein 14.5, stendur að hafni frambjóðandi sæti, eða geti af öðrum sökum ekki tekið því, skal raða á lista með endurtalningu atkvæða að brottfelldum frambjóðanda.Í tilkynningu á vef Pírata kemur fram að gefnar verða út nákvæmari reglur varðandi röðun á listana og frambjóðendur upplýstir um þær. Þá muni kjördæmaráð óska eftir því við úrskurðarnefnd að hún taki málið til umfjöllunar og flýtimeðferðar. Hér að neðan má sjá framboðslista Pírata eftir sameiginlegt prófkjör flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að endurtalning fór fram en efstu 24 sætin eru skipuð sömu einstaklingum og áður en alls færðust tíu einstaklingar um eitt sæti. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir þátttökuna í prófkjöri Pírata skelfilega litla. 13. ágúst 2016 11:24 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Kjördæmaráð Pírata á höfuðborgarsvæðinu hefur ógilt fyrri niðurröðun á framboðslista Pírata á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar. Komið höfðu fram mismunandi túlkanir á framkvæmd prófkjara í lögum Pírata og töldu sumir að endurtelja ætti atkvæði eftir að í ljós kom að nokkrir frambjóðendur höfðu hafnað sætum á listanum. Var því ákveðið að endurtelja atkvæðin að brottfelldum þeim sem hættu við þáttöku. Litlar sem engar breytingar urðu á listanum eftir endurtalningu og er röðun efstu sæta óbreytt. Taldi kjördæmaráð að sú gagnrýni sem fram hafði komið, og Vísir hefur fjallað um, ætti rétt á sér. Í gær benti stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek á að í lögum Pírata, nánar tiltekið grein 14.5, stendur að hafni frambjóðandi sæti, eða geti af öðrum sökum ekki tekið því, skal raða á lista með endurtalningu atkvæða að brottfelldum frambjóðanda.Í tilkynningu á vef Pírata kemur fram að gefnar verða út nákvæmari reglur varðandi röðun á listana og frambjóðendur upplýstir um þær. Þá muni kjördæmaráð óska eftir því við úrskurðarnefnd að hún taki málið til umfjöllunar og flýtimeðferðar. Hér að neðan má sjá framboðslista Pírata eftir sameiginlegt prófkjör flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að endurtalning fór fram en efstu 24 sætin eru skipuð sömu einstaklingum og áður en alls færðust tíu einstaklingar um eitt sæti.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir þátttökuna í prófkjöri Pírata skelfilega litla. 13. ágúst 2016 11:24 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41
Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47
Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir þátttökuna í prófkjöri Pírata skelfilega litla. 13. ágúst 2016 11:24