Formaður VG: Fjarri því að vera boðað afnám verðtryggingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2016 14:26 Katrín segir að svo líti út fyrir að boðaðar aðgerðir ríkistjórnarinnar þýði að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt. Vísir/GVA „Við fyrstu sýn er þetta fjarri því að vera afnám verðtryggingar sem búið var að boða að yrði kynnt,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna um væntanlegt frumvarp um takmörkun á svokölluðum Íslandslánum. Hún segir jafnframt að svo líti út fyrir að boðað frumvarp um stuðning við kaup á fyrstu fasteign nýtist þeim best sem hæstar hafi tekjur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu nýtt frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu fasteign í Hörpu fyrir stundu. Þá var einnig boðuð takmörkun fjörutíu ára verðtryggðra jafngreiðslulána, svonefndra Íslandslána. Almennt verður ekki heimilt að taka slíkt lán til lengri tíma en 25 ára. Um tillögurnar sem kynntar voru vegna stuðnings við fyrstu kaup á fasteign segir Katrín að þær séu í takt við það sem þegar hefur verið gert varðandi nýtingu séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til fasteignakaupa.Úr kynningarefni frá fundinum í dag.Vísir„Eins og þetta er kynnt virðist það vera þannig að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt,“ segir Katrín en í kynningunni á frumvarpinu voru tekin dæmi um hjón með samanlagðar tekjur upp á átta hundruð þúsund krónur á mánuði og einstakling með tekjur upp á fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Kallar Katrín eftir nánari greiningu á frumvarpinu og segir hún að þingflokkur VG muni leggja áherslu á það að kalla eftir slíkum upplýsingum á þingi sem kemur aftur saman í dag. „Ég myndi segja að þarna hafi vantað alla greiningu, bæði hvað varðar áhrifin á ólíka tekjuhópa og og hvað varða greiningu á áhrifum á lífeyriskerfið,“ segir Katrín. „Við munum kalla eftir þessum upplýsingum en það hefur komið á daginn með fyrri Hörpu-kynningar að það hefur reynst mjög erfitt að fá slík gögn,“ segir Katrín að lokum og vísar þar til skýrslu um það hvernig Leiðréttingin dreifðist á ólíka tekjuhópa sem hún kallaði eftir í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki komið út. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni. Alþingi Tengdar fréttir Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25 Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Við fyrstu sýn er þetta fjarri því að vera afnám verðtryggingar sem búið var að boða að yrði kynnt,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna um væntanlegt frumvarp um takmörkun á svokölluðum Íslandslánum. Hún segir jafnframt að svo líti út fyrir að boðað frumvarp um stuðning við kaup á fyrstu fasteign nýtist þeim best sem hæstar hafi tekjur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu nýtt frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu fasteign í Hörpu fyrir stundu. Þá var einnig boðuð takmörkun fjörutíu ára verðtryggðra jafngreiðslulána, svonefndra Íslandslána. Almennt verður ekki heimilt að taka slíkt lán til lengri tíma en 25 ára. Um tillögurnar sem kynntar voru vegna stuðnings við fyrstu kaup á fasteign segir Katrín að þær séu í takt við það sem þegar hefur verið gert varðandi nýtingu séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til fasteignakaupa.Úr kynningarefni frá fundinum í dag.Vísir„Eins og þetta er kynnt virðist það vera þannig að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt,“ segir Katrín en í kynningunni á frumvarpinu voru tekin dæmi um hjón með samanlagðar tekjur upp á átta hundruð þúsund krónur á mánuði og einstakling með tekjur upp á fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Kallar Katrín eftir nánari greiningu á frumvarpinu og segir hún að þingflokkur VG muni leggja áherslu á það að kalla eftir slíkum upplýsingum á þingi sem kemur aftur saman í dag. „Ég myndi segja að þarna hafi vantað alla greiningu, bæði hvað varðar áhrifin á ólíka tekjuhópa og og hvað varða greiningu á áhrifum á lífeyriskerfið,“ segir Katrín. „Við munum kalla eftir þessum upplýsingum en það hefur komið á daginn með fyrri Hörpu-kynningar að það hefur reynst mjög erfitt að fá slík gögn,“ segir Katrín að lokum og vísar þar til skýrslu um það hvernig Leiðréttingin dreifðist á ólíka tekjuhópa sem hún kallaði eftir í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki komið út. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.
Alþingi Tengdar fréttir Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25 Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25
Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48