Íslensk list prýðir hótel í Ríó Vera Einarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 13:45 Fiðrildi eftir Kristjönu í fánalitum þátttökulandanna á Ólympíuleikunum flögra um framhlið hótelsins í tíu mínútur á dag. Verk íslensku listakonunnar Kristjönu S. Williams prýða Hótel Belmond Copacabana í Ríó í tilefni af Ólympíuleikunum. Þetta eru myndbandsverk sem varpað er á framhlið hússins, gluggalistaverk á bakhliðinni og vegglistaverk innandyra. Myndbandsverk Kristjönu var frumsýnt á framhlið Hótel Belmond Copacabana í Ríó í Brasilíu 31. júlí en í því er flögrandi fiðrildum í fánalitum þátttökulandanna á Ólympíuleikunum varpað á húsið.Kristjana er fædd og uppalin á Íslandi. Hún hefur starfað í London um árabil.Síðan hefur verkið verið sýnt á hverjum degi klukkan sjö að staðartíma í tíu mínútur í senn og flögra þá fiðrildi í fánalitum þeirra landa sem hafa náð á verðlaunapall þann dag um hótelið. Fánafiðrildin eru táknræn fyrir allar þær þjóðir sem koma saman á leikunum og er ætlað að fagna fjölbreytileikanum. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur frumsýninguna en síðan hefur fólk safnast saman á ströndinni fyrir framan hótelið til að virða fyrir sér verk dagsins. Þá hafa yfir tvær milljónir manna skoðað myndband af verkinu sem Kristjana deildi á Facebook-síðu sinni í upphafi mánaðar. Belmond Copacabana hótelið í Ríó er hluti af Belmond-hótelkeðjunni sem rekur lúxushótel um allan heim. Hótelið er þekkt kennileiti í Ríó og ein mest myndaða bygging borgarinnar. Gluggaverkin á bakhlið hótelsins sýna hinar ýmsu stórborgir víðsvegar um heim sem hafa haldið Ólympíuleikana hingað til með augum Kristjönu. Má þar nefna London, Aþenu, Ríó og Tókýó, þar sem leikarnir verða haldnir 2020. Innandyra hanga svo verk eftir hana í móttökunni og víðar.Stórt verk eftir Kristjönu prýðir móttöku hótelsins.Kristjana er fædd og uppalin á Íslandi. Hún nam teikningu og grafíska hönnun í Central St. Martins í London og gegndi í kjölfarið starfi listræns stjórnanda Beyond the Valley í átta ár, en það er vettvangur fyrir unga og upprennandi hönnuði í Bretlandi til að koma sér á framfæri. Í dag rekur hún eigið stúdíó í London og selur myndir, ýmiss konar textíl og myndskreytt húsgögn auk þess sem von er á fatalínu í haust. Verk Kristjönu hafa víða vakið athygli og hefur hún þegar unnið til fjölda verðlauna. Má þar nefna D&AD, Clio og Grand Prix verðlaunin. Sumar af vörum Kristjönu fást í Kiosk á Laugarvegi og Kraumi i Bankastræti. Sjá nánar hér.Gluggarnir á bakhlið hótelsins eru prýddir verkum eftir Kristjönu. Þau sýna hinar ýmsu stórborgir sem hafa haldið Ólympíuleikana hingað til með hennar augum. Menning Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Verk íslensku listakonunnar Kristjönu S. Williams prýða Hótel Belmond Copacabana í Ríó í tilefni af Ólympíuleikunum. Þetta eru myndbandsverk sem varpað er á framhlið hússins, gluggalistaverk á bakhliðinni og vegglistaverk innandyra. Myndbandsverk Kristjönu var frumsýnt á framhlið Hótel Belmond Copacabana í Ríó í Brasilíu 31. júlí en í því er flögrandi fiðrildum í fánalitum þátttökulandanna á Ólympíuleikunum varpað á húsið.Kristjana er fædd og uppalin á Íslandi. Hún hefur starfað í London um árabil.Síðan hefur verkið verið sýnt á hverjum degi klukkan sjö að staðartíma í tíu mínútur í senn og flögra þá fiðrildi í fánalitum þeirra landa sem hafa náð á verðlaunapall þann dag um hótelið. Fánafiðrildin eru táknræn fyrir allar þær þjóðir sem koma saman á leikunum og er ætlað að fagna fjölbreytileikanum. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur frumsýninguna en síðan hefur fólk safnast saman á ströndinni fyrir framan hótelið til að virða fyrir sér verk dagsins. Þá hafa yfir tvær milljónir manna skoðað myndband af verkinu sem Kristjana deildi á Facebook-síðu sinni í upphafi mánaðar. Belmond Copacabana hótelið í Ríó er hluti af Belmond-hótelkeðjunni sem rekur lúxushótel um allan heim. Hótelið er þekkt kennileiti í Ríó og ein mest myndaða bygging borgarinnar. Gluggaverkin á bakhlið hótelsins sýna hinar ýmsu stórborgir víðsvegar um heim sem hafa haldið Ólympíuleikana hingað til með augum Kristjönu. Má þar nefna London, Aþenu, Ríó og Tókýó, þar sem leikarnir verða haldnir 2020. Innandyra hanga svo verk eftir hana í móttökunni og víðar.Stórt verk eftir Kristjönu prýðir móttöku hótelsins.Kristjana er fædd og uppalin á Íslandi. Hún nam teikningu og grafíska hönnun í Central St. Martins í London og gegndi í kjölfarið starfi listræns stjórnanda Beyond the Valley í átta ár, en það er vettvangur fyrir unga og upprennandi hönnuði í Bretlandi til að koma sér á framfæri. Í dag rekur hún eigið stúdíó í London og selur myndir, ýmiss konar textíl og myndskreytt húsgögn auk þess sem von er á fatalínu í haust. Verk Kristjönu hafa víða vakið athygli og hefur hún þegar unnið til fjölda verðlauna. Má þar nefna D&AD, Clio og Grand Prix verðlaunin. Sumar af vörum Kristjönu fást í Kiosk á Laugarvegi og Kraumi i Bankastræti. Sjá nánar hér.Gluggarnir á bakhlið hótelsins eru prýddir verkum eftir Kristjönu. Þau sýna hinar ýmsu stórborgir sem hafa haldið Ólympíuleikana hingað til með hennar augum.
Menning Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira