Jamaískur sigur í 100 metra hlaupi kvenna | Farah datt en vann samt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2016 12:41 Thompson vann öruggan sigur í 100 metra hlaupinu. vísir/getty Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira