Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. ágúst 2016 14:13 Gunnar Bragi Sveinsson vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi. Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi.
Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50
Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20