Fer sjálfur með öll hlutverk í sýningunni Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 10:00 Bragi fer með tíu hlutverk í eigin sýningu. Mynd / Bragi „Þetta verður mikill hasar og það er mikilvægt að hvíla sig vel til að halda orkunni í hámarki út alla sýninguna,“ segir Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, en hann kemur til með að flytja söngleikinn Barry and his guitar í Tjarnarbíói næstkomandi laugardag. „Barry and his guitar er söngleikur á ensku sem segir frá feimnum en viðkunnanlegum ungum draumóramanni sem vinnur á kaffihúsi í London og syngur og spilar á gítar. „Þetta er grínævintýri sem er innblásið af dvölinni í London. Þar lærði ég og vann við leiklist og er bara nýfluttur heim,“ segir Bragi en sýningin var frumsýnd í leikhúsinu Hen and Chickens í London árið 2013. Sjálfur fer Bragi með öll hlutverkin í sýningunni, en hann hefur ferðast með sýninguna víða og meðal annars komið við á hinni frægu Edinborgarhátíð Fringe, í Mengi og á einleikjahátíðinni Act Alone. „Sýningin hefur verið að fá mjög góðar undirtektir og þar sem miklu færri komust að en vildu á sýningar í Mengi langaði mig að bæta við einni aukasýningu á flottu leiksviði Tjarnarbíós,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Bragi útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2010 og hefur verið að vinna við kvikmyndir, leikhús og uppistand. „Mér finnst gaman að skemmta fólki og fá það til að hlæja. Á meðal fyrri sýninga sem ég hef sett upp er uppistandssýningin Euromen sem var sýnd í Museum of Comedy í London. Þar var uppistandi blandað við tónlist og dans,“ segir Bragi sem bendir á að söngleikurinn hans sé eins konar uppistand. En ætli Bretar tengi öðruvísi við sýninguna en Íslendingar? „Í Bretlandi sjá þeir skandinavískan mann með breskan húmor á meðan Íslendingar kynnast breskum húmor og upplifun Íslendings á daglegu lífi þar í landi,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að uppáhaldspersónan sín af þeim tíu sem hann leikur í verkinu sé Barry sjálfur, einfaldlega vegna þess að hann er einlægastur. Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta verður mikill hasar og það er mikilvægt að hvíla sig vel til að halda orkunni í hámarki út alla sýninguna,“ segir Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, en hann kemur til með að flytja söngleikinn Barry and his guitar í Tjarnarbíói næstkomandi laugardag. „Barry and his guitar er söngleikur á ensku sem segir frá feimnum en viðkunnanlegum ungum draumóramanni sem vinnur á kaffihúsi í London og syngur og spilar á gítar. „Þetta er grínævintýri sem er innblásið af dvölinni í London. Þar lærði ég og vann við leiklist og er bara nýfluttur heim,“ segir Bragi en sýningin var frumsýnd í leikhúsinu Hen and Chickens í London árið 2013. Sjálfur fer Bragi með öll hlutverkin í sýningunni, en hann hefur ferðast með sýninguna víða og meðal annars komið við á hinni frægu Edinborgarhátíð Fringe, í Mengi og á einleikjahátíðinni Act Alone. „Sýningin hefur verið að fá mjög góðar undirtektir og þar sem miklu færri komust að en vildu á sýningar í Mengi langaði mig að bæta við einni aukasýningu á flottu leiksviði Tjarnarbíós,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Bragi útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2010 og hefur verið að vinna við kvikmyndir, leikhús og uppistand. „Mér finnst gaman að skemmta fólki og fá það til að hlæja. Á meðal fyrri sýninga sem ég hef sett upp er uppistandssýningin Euromen sem var sýnd í Museum of Comedy í London. Þar var uppistandi blandað við tónlist og dans,“ segir Bragi sem bendir á að söngleikurinn hans sé eins konar uppistand. En ætli Bretar tengi öðruvísi við sýninguna en Íslendingar? „Í Bretlandi sjá þeir skandinavískan mann með breskan húmor á meðan Íslendingar kynnast breskum húmor og upplifun Íslendings á daglegu lífi þar í landi,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að uppáhaldspersónan sín af þeim tíu sem hann leikur í verkinu sé Barry sjálfur, einfaldlega vegna þess að hann er einlægastur.
Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“