Fer sjálfur með öll hlutverk í sýningunni Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 10:00 Bragi fer með tíu hlutverk í eigin sýningu. Mynd / Bragi „Þetta verður mikill hasar og það er mikilvægt að hvíla sig vel til að halda orkunni í hámarki út alla sýninguna,“ segir Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, en hann kemur til með að flytja söngleikinn Barry and his guitar í Tjarnarbíói næstkomandi laugardag. „Barry and his guitar er söngleikur á ensku sem segir frá feimnum en viðkunnanlegum ungum draumóramanni sem vinnur á kaffihúsi í London og syngur og spilar á gítar. „Þetta er grínævintýri sem er innblásið af dvölinni í London. Þar lærði ég og vann við leiklist og er bara nýfluttur heim,“ segir Bragi en sýningin var frumsýnd í leikhúsinu Hen and Chickens í London árið 2013. Sjálfur fer Bragi með öll hlutverkin í sýningunni, en hann hefur ferðast með sýninguna víða og meðal annars komið við á hinni frægu Edinborgarhátíð Fringe, í Mengi og á einleikjahátíðinni Act Alone. „Sýningin hefur verið að fá mjög góðar undirtektir og þar sem miklu færri komust að en vildu á sýningar í Mengi langaði mig að bæta við einni aukasýningu á flottu leiksviði Tjarnarbíós,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Bragi útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2010 og hefur verið að vinna við kvikmyndir, leikhús og uppistand. „Mér finnst gaman að skemmta fólki og fá það til að hlæja. Á meðal fyrri sýninga sem ég hef sett upp er uppistandssýningin Euromen sem var sýnd í Museum of Comedy í London. Þar var uppistandi blandað við tónlist og dans,“ segir Bragi sem bendir á að söngleikurinn hans sé eins konar uppistand. En ætli Bretar tengi öðruvísi við sýninguna en Íslendingar? „Í Bretlandi sjá þeir skandinavískan mann með breskan húmor á meðan Íslendingar kynnast breskum húmor og upplifun Íslendings á daglegu lífi þar í landi,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að uppáhaldspersónan sín af þeim tíu sem hann leikur í verkinu sé Barry sjálfur, einfaldlega vegna þess að hann er einlægastur. Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta verður mikill hasar og það er mikilvægt að hvíla sig vel til að halda orkunni í hámarki út alla sýninguna,“ segir Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, en hann kemur til með að flytja söngleikinn Barry and his guitar í Tjarnarbíói næstkomandi laugardag. „Barry and his guitar er söngleikur á ensku sem segir frá feimnum en viðkunnanlegum ungum draumóramanni sem vinnur á kaffihúsi í London og syngur og spilar á gítar. „Þetta er grínævintýri sem er innblásið af dvölinni í London. Þar lærði ég og vann við leiklist og er bara nýfluttur heim,“ segir Bragi en sýningin var frumsýnd í leikhúsinu Hen and Chickens í London árið 2013. Sjálfur fer Bragi með öll hlutverkin í sýningunni, en hann hefur ferðast með sýninguna víða og meðal annars komið við á hinni frægu Edinborgarhátíð Fringe, í Mengi og á einleikjahátíðinni Act Alone. „Sýningin hefur verið að fá mjög góðar undirtektir og þar sem miklu færri komust að en vildu á sýningar í Mengi langaði mig að bæta við einni aukasýningu á flottu leiksviði Tjarnarbíós,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Bragi útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2010 og hefur verið að vinna við kvikmyndir, leikhús og uppistand. „Mér finnst gaman að skemmta fólki og fá það til að hlæja. Á meðal fyrri sýninga sem ég hef sett upp er uppistandssýningin Euromen sem var sýnd í Museum of Comedy í London. Þar var uppistandi blandað við tónlist og dans,“ segir Bragi sem bendir á að söngleikurinn hans sé eins konar uppistand. En ætli Bretar tengi öðruvísi við sýninguna en Íslendingar? „Í Bretlandi sjá þeir skandinavískan mann með breskan húmor á meðan Íslendingar kynnast breskum húmor og upplifun Íslendings á daglegu lífi þar í landi,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að uppáhaldspersónan sín af þeim tíu sem hann leikur í verkinu sé Barry sjálfur, einfaldlega vegna þess að hann er einlægastur.
Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira