Ítarlegt viðtal við Jón Arnór: Það þarf einhver að koma og sjá um Pavel Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2016 19:40 Koma Jóns Arnórs í KR hefur verið eitt verst geymda leyndarmál körfuboltans síðasta sólarhringinn eða svo. Í morgun boðuðu KR-ingar til blaðamannafundar og þótti þá ljóst að Jón Arnór var á leiðinni heim í Vesturbæinn – þar sem hann lék með yngri flokkunum. Fyrir utan KR hafði hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík, en forráðamenn beggja liða staðfestu við fréttastofu í hádeginu að þau teldu sig úr leik í kapphlaupinu um Jón. Á blaðamannafundinum í dag virtist hreinlega eins og Jón væri kominn heim til sín. Hann gekk brosandi um DHL-höllina með kaffibolla merktum KR. „Ég fann það svolítið í fyrra að mig langaði að enda þennan atvinnumannaferil og fara koma heim,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. „Það kemur sjálfum mér því ekkert rosalega mikið á óvart, að ég sé kominn heim. Ég er klár í það að enda ferilinn hérna heim.“ Jón segir að það hafi önnur lið en KR komið til greina hér á landi. „Ég ætlaði mér að ræða við nokkur félög og gefa þeim séns á því að koma fram með sitt. Ég gerði það en í lok dagsins lá það alltaf beinast við að koma aftur heim í Vesturbæinn,“ segir Jón og bætir við að uppeldisfélagið eigi alltaf sérstakan stað í hjarta hans. „Ég þekki þennan klúbb vel og allt fólkið í honum. Þetta er svona klúbbur sem ég væri til í að starfa fyrir í framtíðinni. Maður var líka að hugsa kannski nokkur ár fram í tímann og þetta er auðvitað einhvern veginn heimilið manns.“ Jón Arnór segir að nú þegar Helgi Magnússon sé hættur þurfti einhvern reynslubolta og leiðtoga til að sjá um Pavel Ermolinskij. Hér að neðan má sjá viðtalið við Jón í heild sinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild KR. 27. ágúst 2016 17:22 Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn Jón Arnór Stefánsson hefur ákveðið að koma heim til Íslands og spila í Domino's-deildinni í vetur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um með hvaða liði. 27. ágúst 2016 06:30 Jón Arnór kynntur til leiks í Vesturbænum í dag Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur að öllum líkindum með uppeldisfélagi sínu KR í Dominos-deild karla í vetur. 27. ágúst 2016 11:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Koma Jóns Arnórs í KR hefur verið eitt verst geymda leyndarmál körfuboltans síðasta sólarhringinn eða svo. Í morgun boðuðu KR-ingar til blaðamannafundar og þótti þá ljóst að Jón Arnór var á leiðinni heim í Vesturbæinn – þar sem hann lék með yngri flokkunum. Fyrir utan KR hafði hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík, en forráðamenn beggja liða staðfestu við fréttastofu í hádeginu að þau teldu sig úr leik í kapphlaupinu um Jón. Á blaðamannafundinum í dag virtist hreinlega eins og Jón væri kominn heim til sín. Hann gekk brosandi um DHL-höllina með kaffibolla merktum KR. „Ég fann það svolítið í fyrra að mig langaði að enda þennan atvinnumannaferil og fara koma heim,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. „Það kemur sjálfum mér því ekkert rosalega mikið á óvart, að ég sé kominn heim. Ég er klár í það að enda ferilinn hérna heim.“ Jón segir að það hafi önnur lið en KR komið til greina hér á landi. „Ég ætlaði mér að ræða við nokkur félög og gefa þeim séns á því að koma fram með sitt. Ég gerði það en í lok dagsins lá það alltaf beinast við að koma aftur heim í Vesturbæinn,“ segir Jón og bætir við að uppeldisfélagið eigi alltaf sérstakan stað í hjarta hans. „Ég þekki þennan klúbb vel og allt fólkið í honum. Þetta er svona klúbbur sem ég væri til í að starfa fyrir í framtíðinni. Maður var líka að hugsa kannski nokkur ár fram í tímann og þetta er auðvitað einhvern veginn heimilið manns.“ Jón Arnór segir að nú þegar Helgi Magnússon sé hættur þurfti einhvern reynslubolta og leiðtoga til að sjá um Pavel Ermolinskij. Hér að neðan má sjá viðtalið við Jón í heild sinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild KR. 27. ágúst 2016 17:22 Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn Jón Arnór Stefánsson hefur ákveðið að koma heim til Íslands og spila í Domino's-deildinni í vetur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um með hvaða liði. 27. ágúst 2016 06:30 Jón Arnór kynntur til leiks í Vesturbænum í dag Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur að öllum líkindum með uppeldisfélagi sínu KR í Dominos-deild karla í vetur. 27. ágúst 2016 11:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild KR. 27. ágúst 2016 17:22
Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn Jón Arnór Stefánsson hefur ákveðið að koma heim til Íslands og spila í Domino's-deildinni í vetur. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun um með hvaða liði. 27. ágúst 2016 06:30
Jón Arnór kynntur til leiks í Vesturbænum í dag Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur að öllum líkindum með uppeldisfélagi sínu KR í Dominos-deild karla í vetur. 27. ágúst 2016 11:45