Tinna Dögg gefur kost á sér í 5. sæti í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2016 09:35 Tinna Dögg Guðlaugsdóttir. Mynd/Ómar Vilhelmsson Tinna Dögg Guðlaugsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 10. september næstkomandi. Tinna Dögg er 33 ára meistaranemi í lögfræði og framkvæmdastjóri Lögfróðs, Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Í tilkynningu frá Tinnu segir að hún fæddist í Indónesíu þann árið 1983 og var ættleidd sama ár af foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni og Sigríði Björnsdóttur. „Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands sem kallaðist FRÍ 2000. Þá var ég auk þess valin Íþróttamaður Neista á Djúpavogi árið 1997. Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á þjóðfélagsmálum þó svo að ég hafi ekki kannski ekki haft allra hæst um það, ef svo má að orði komast. Þann 13. ágúst sl. birtist grein á vef flokksins þar sem Landsamband sjálfstæðiskvenna hvatti konur sérstaklega til að taka þátt í stjórnmálum og gefa kost á sér í prófkjörinu. Þá ákvað ég að láta loksins til mín taka og bjóða fram krafta mína og þá reynslu sem ég bý yfir. Sannarlega má segja að ég sé nýliði í stjórnmálum þar sem ég hef ekki verið virk í starfsemi flokksins en ég hef verið flokksbundin í áratug. Ég hef öðlast talsverða reynslu af félags- og trúnaðastörfum innan háskólasamfélagsins sem að ég tel ekki síður mikilvæga reynslu. Ég gengdi embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári og sat í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á síðasta skólaári. Ég er einnig varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til ársins 2017 en ég var tilnefnd til stjórnarsetu af Bandalagi íslenskra sérskólanema. Í maí sl. tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróðs, sem ég sinni á komandi skólaári. Samhliða því starfi sit ég í framkvæmdastjórn Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Eftir að ég hóf meistaranámið í lögfræði þá hef ég tvívegis setið í kjörstjórnum innans háskólans. Í fyrra skiptið var ég formaður kjörstjórnar Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík og í síðara var ég í kjörstjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt mér í þaula stefnumál flokksins og hvað hann stendur fyrir, fann ég að þau áttu samhljóm með mínum lífsgildum og skoðunum. Ég hef alltaf verið trúi á frelsi einstaklingins og frjálsri samkeppni. Þá tel ég jafnræði aðila mikilvægt og að einstaklingar eigi að fá jöfn tækifæri, t.d. til atvinnu, náms, launa o.s.frv., og séu metnir að verðleikum sínum. Ég tel að slíkt stuðli að frekari framþróun í því að byggja upp réttlátt samfélag - okkur öllum til hagsbóta. Ég tel mig vera málsvara þeirrar kynslóðar sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, mennta sig, byggja upp starfsframa og stofna fjölskyldu. Ég þekki það af eigin skinni að slíkt getur verið ansi strembið oft og tíðum og barátta á mörgum vígstöðum samtímis. Ég er búsett í Kópavogi ásamt dætrum mínum, Söru Lind (f. 2005) og Bryndísi Ýr (f. 2007),“ segir í tilkynningunni. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Tinna Dögg Guðlaugsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 10. september næstkomandi. Tinna Dögg er 33 ára meistaranemi í lögfræði og framkvæmdastjóri Lögfróðs, Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Í tilkynningu frá Tinnu segir að hún fæddist í Indónesíu þann árið 1983 og var ættleidd sama ár af foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni og Sigríði Björnsdóttur. „Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands sem kallaðist FRÍ 2000. Þá var ég auk þess valin Íþróttamaður Neista á Djúpavogi árið 1997. Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á þjóðfélagsmálum þó svo að ég hafi ekki kannski ekki haft allra hæst um það, ef svo má að orði komast. Þann 13. ágúst sl. birtist grein á vef flokksins þar sem Landsamband sjálfstæðiskvenna hvatti konur sérstaklega til að taka þátt í stjórnmálum og gefa kost á sér í prófkjörinu. Þá ákvað ég að láta loksins til mín taka og bjóða fram krafta mína og þá reynslu sem ég bý yfir. Sannarlega má segja að ég sé nýliði í stjórnmálum þar sem ég hef ekki verið virk í starfsemi flokksins en ég hef verið flokksbundin í áratug. Ég hef öðlast talsverða reynslu af félags- og trúnaðastörfum innan háskólasamfélagsins sem að ég tel ekki síður mikilvæga reynslu. Ég gengdi embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári og sat í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á síðasta skólaári. Ég er einnig varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til ársins 2017 en ég var tilnefnd til stjórnarsetu af Bandalagi íslenskra sérskólanema. Í maí sl. tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróðs, sem ég sinni á komandi skólaári. Samhliða því starfi sit ég í framkvæmdastjórn Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Eftir að ég hóf meistaranámið í lögfræði þá hef ég tvívegis setið í kjörstjórnum innans háskólans. Í fyrra skiptið var ég formaður kjörstjórnar Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík og í síðara var ég í kjörstjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt mér í þaula stefnumál flokksins og hvað hann stendur fyrir, fann ég að þau áttu samhljóm með mínum lífsgildum og skoðunum. Ég hef alltaf verið trúi á frelsi einstaklingins og frjálsri samkeppni. Þá tel ég jafnræði aðila mikilvægt og að einstaklingar eigi að fá jöfn tækifæri, t.d. til atvinnu, náms, launa o.s.frv., og séu metnir að verðleikum sínum. Ég tel að slíkt stuðli að frekari framþróun í því að byggja upp réttlátt samfélag - okkur öllum til hagsbóta. Ég tel mig vera málsvara þeirrar kynslóðar sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, mennta sig, byggja upp starfsframa og stofna fjölskyldu. Ég þekki það af eigin skinni að slíkt getur verið ansi strembið oft og tíðum og barátta á mörgum vígstöðum samtímis. Ég er búsett í Kópavogi ásamt dætrum mínum, Söru Lind (f. 2005) og Bryndísi Ýr (f. 2007),“ segir í tilkynningunni.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira