Textíliðnaðurinn er sá mengaðasti Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 11:45 Halla Hákonardóttir er mjög umhverfisvæn og vinnur undir formerkjum "slow fashion“. vísir/Ernir Ég fór loksins að einbeita mér að því sem mér þykir skemmtilegast að gera, eftir að ég hryggbrotnaði í sumar. Ég varð að hætta að vinna, og þá myndaðist svigrúm til að skapa,“ segir Halla Hákonardóttir fatahönnuður en hún opnaði nýlega heimasíðu, þar sem hún selur hönnun sína Halla • Zero. Halla er mjög umhverfisvæn og vinnur eftir formerkjum „slow fashion“ sem í meginatriðum gengur út á að hægja á framleiðsluferlinu og einbeita sér að gæðum fremur en fjölda flíka. „Hugmyndin að Halla • Zero, fatamerkinu kviknaði eftir að ég las doktorsritgerð eftir Timo Rissanen, prófessor í Parsons school of design, um „zero waste fashion design“. Þar rannsakaði hann textílúrgang og hvað færi mikið til spillis þegar efnið er klippt niður í flíkur, en fjórtán prósent af efninu fara beint í ruslið og eru oftast ekki endurnýtt, þar sem framleiðslan er of hröð til að gefinn sé tími í það. Út frá því ákvað ég að prófa mig áfram og nýta þessa aðferðafræði í mína línu og þróa eigið „zero waste“ fatamerki,“ segir Halla og bætir við að hún hafi lengi pælt í því hvaða leið hún gæti farið til að vera sem mest umhverfisvæn.Halla gerði myndaþátt um Halla • Zero fatalínuna ásamt Donnu Tzaneva. Mynd/Donna Tzaneva„Textíliðnaðurinn er nefnilega einn sá mengaðasti. Zero fashion er svo í raun partur af „slow fashion“-hreyfingunni en þar er áherslan á að ekkert efni fari til spillis í framleiðslunni,“ segir hún. Halla er frekar ung en hefur verið viðloðandi fatahönnun undanfarin ár. Hún útskrifaðist frá The Swedish school of textiles í fyrra og segir líf sitt hafa tekið algjöra u-beygju eftir að hún slasaðist. „Ég fór mikið að spá í því hvað líkami manns er mikið musteri. Ef hann er ekki í lagi breytist líf manns alveg, þetta er eitthvað sem maður hugsar kannski ekki um þegar maður er alveg heilbrigður og tekur sem sjálfsögðum hlut. Lífið er svo stutt, maður veit aldrei hvað getur gerst á morgun. Ég ákvað að einbeita mér að því sem ég elska, og fór á fullt í fatamerkið mitt,“ segir Halla. Á heimasíðu Höllu, Hallazero.com, gefst fólki tækifæri til að fylgjast með vinnuferlinu á bak við hönnunina. „Mér finnst persónulega áhugavert að fá smá innsýn inn í það hvernig hönnuðir vinna,“ segir Halla sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. „Ég er að skipuleggja nýjan myndaþátt fyrir Halla • Zero með fleiri flíkum sem ekki hafa litið dagsins ljós, bæta við vörum í vefbúðina sem er að þróast í takt við „slow fashion“-hreyfinguna og það verður að sjálfsögðu mikið af íslenskri náttúru í jafnvægi við fötin.“ Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég fór loksins að einbeita mér að því sem mér þykir skemmtilegast að gera, eftir að ég hryggbrotnaði í sumar. Ég varð að hætta að vinna, og þá myndaðist svigrúm til að skapa,“ segir Halla Hákonardóttir fatahönnuður en hún opnaði nýlega heimasíðu, þar sem hún selur hönnun sína Halla • Zero. Halla er mjög umhverfisvæn og vinnur eftir formerkjum „slow fashion“ sem í meginatriðum gengur út á að hægja á framleiðsluferlinu og einbeita sér að gæðum fremur en fjölda flíka. „Hugmyndin að Halla • Zero, fatamerkinu kviknaði eftir að ég las doktorsritgerð eftir Timo Rissanen, prófessor í Parsons school of design, um „zero waste fashion design“. Þar rannsakaði hann textílúrgang og hvað færi mikið til spillis þegar efnið er klippt niður í flíkur, en fjórtán prósent af efninu fara beint í ruslið og eru oftast ekki endurnýtt, þar sem framleiðslan er of hröð til að gefinn sé tími í það. Út frá því ákvað ég að prófa mig áfram og nýta þessa aðferðafræði í mína línu og þróa eigið „zero waste“ fatamerki,“ segir Halla og bætir við að hún hafi lengi pælt í því hvaða leið hún gæti farið til að vera sem mest umhverfisvæn.Halla gerði myndaþátt um Halla • Zero fatalínuna ásamt Donnu Tzaneva. Mynd/Donna Tzaneva„Textíliðnaðurinn er nefnilega einn sá mengaðasti. Zero fashion er svo í raun partur af „slow fashion“-hreyfingunni en þar er áherslan á að ekkert efni fari til spillis í framleiðslunni,“ segir hún. Halla er frekar ung en hefur verið viðloðandi fatahönnun undanfarin ár. Hún útskrifaðist frá The Swedish school of textiles í fyrra og segir líf sitt hafa tekið algjöra u-beygju eftir að hún slasaðist. „Ég fór mikið að spá í því hvað líkami manns er mikið musteri. Ef hann er ekki í lagi breytist líf manns alveg, þetta er eitthvað sem maður hugsar kannski ekki um þegar maður er alveg heilbrigður og tekur sem sjálfsögðum hlut. Lífið er svo stutt, maður veit aldrei hvað getur gerst á morgun. Ég ákvað að einbeita mér að því sem ég elska, og fór á fullt í fatamerkið mitt,“ segir Halla. Á heimasíðu Höllu, Hallazero.com, gefst fólki tækifæri til að fylgjast með vinnuferlinu á bak við hönnunina. „Mér finnst persónulega áhugavert að fá smá innsýn inn í það hvernig hönnuðir vinna,“ segir Halla sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. „Ég er að skipuleggja nýjan myndaþátt fyrir Halla • Zero með fleiri flíkum sem ekki hafa litið dagsins ljós, bæta við vörum í vefbúðina sem er að þróast í takt við „slow fashion“-hreyfinguna og það verður að sjálfsögðu mikið af íslenskri náttúru í jafnvægi við fötin.“
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira