Erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2016 10:15 "Ég hef gaman af að segja sögur og búa til sögur og geri það óspart í textunum mínum,“ segir Ösp sem er að gefa út eigið efni. Vísir/GVA Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir svarar í heimasímann á Tjörn í Svarfaðardal þar sem hún hefur verið í löngu og góðu fríi frá stórborgarlífinu í London. „Tíminn hér í Svarfaðardalnum líður öðru vísi en úti og hér er gott að eiga athvarf,“ segir hún. Kveðst hafa komið heim í byrjun ágúst til að fara í göngu með foreldrum sínum, Kristjáni Hjartarsyni og Kristjönu Arngrímsdóttur, en skroppið út aftur til að syngja á Cambridge Folk Festival, einni stærstu þjóðlagahátíð á Englandi. „Mig dreymir um að vera hér á Tjörn hálft árið og hálft árið í London. Er að reyna að byggja þá brú. Það er svo erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum,“ segir hún. Ösp hefur sungið frá því hún man eftir sér, var í kór, kom fram með foreldrum sínum, söng verkalýðssöngva með Þórarni föðurbróður sínum og sálma í kirkjunni. „Það koma margir að Tjörn út af kirkjunni og sögunni. „Farðu út í kirkju og syngdu fyrir fólkið, var oft sagt við mig og ég fór,“ rifjar hún upp hlæjandi. Nú er Ösp að fara að gefa út disk þar sem hún syngur eigin tónsmíðar og er búin að taka upp fjögur lög af tíu. Hann heitir Tales from a Poplar Tree. Hún semur flesta textana sjálf en stórskáld eins og Davíð Stefánsson og Páll Ólafsson eiga þar líka ljóð. Þar sem margir kaupa frekar tónlist á netinu en geisladiska fengu hún og kærastinn, Richard, sem er vefhönnuður, þá óvenjulegu hugmynd að gefa lögin hennar út á vínyl og við. „Af því ég heiti Ösp og er mikill trjáunnandi datt mér í hug að saga niður skífur úr greinum sem komu illa undan vetri í garðinum á Tjörn, handskrifa nafnið mitt á þær og hafa slóð með niðurhalskóða hinum megin. Þá getur fólk hlaðið niður lögunum,“ útskýrir hún og bendir fólki á að hafa samband við sig gegn um heimasíðuna ospmusic.is og kveðst vera með söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfuna. Það var í bluegrass-hljómsveitinni Brother Grass sem Ösp fór fyrst að búa til eigin músík. Í skólanum Institut of Contemporary Music í London þar sem hún lauk BA-prófi, kveðst hún hafa fengið mikinn stuðning við að semja sjálf og lokatónleikarnir þar hafi verið með eigin efni hennar. Ösp hefur verið búsett í London í fimm ár, fyrst við nám og síðustu tvö ár sem söngkona og kennari. „Að vera sjálfstætt starfandi í borg eins og London þýðir að maður þarf að búa sér til alls konar störf. Ég er djasssöngkona, þjóðlagasöngkona og syng í vel metnum kór, London Contemporary Voices. Þar syngjum við lög í óhefðbundnum útsetningum. Á 800 manna tónleikum í Frakklandi í júlí söng ég lag sem ég samdi við ljóðið Ástarnetið eftir Pál Ólafsson með 50 manna kór. Ég er líka í bandi með tveimur mönnum, öðrum frá Japan og hinum frá Sri Lanka. Við köllum okkur Hrím og erum að vinna að plötu. Verðum á hátíð í Wales í september sem heitir Festival Number 6.“ Meðal þess sem Ösp fæst við er að kenna börnum undir þriggja ára aldri tónlist. „Ég bjó til prógramm með tónlist og hreyfingu, er með klúta og hristur og leik mér með krökkunum á fjölskylduvænum kaffihúsum. Þetta geri ég til að eiga fyrir húsaleigunni!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016. Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir svarar í heimasímann á Tjörn í Svarfaðardal þar sem hún hefur verið í löngu og góðu fríi frá stórborgarlífinu í London. „Tíminn hér í Svarfaðardalnum líður öðru vísi en úti og hér er gott að eiga athvarf,“ segir hún. Kveðst hafa komið heim í byrjun ágúst til að fara í göngu með foreldrum sínum, Kristjáni Hjartarsyni og Kristjönu Arngrímsdóttur, en skroppið út aftur til að syngja á Cambridge Folk Festival, einni stærstu þjóðlagahátíð á Englandi. „Mig dreymir um að vera hér á Tjörn hálft árið og hálft árið í London. Er að reyna að byggja þá brú. Það er svo erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum,“ segir hún. Ösp hefur sungið frá því hún man eftir sér, var í kór, kom fram með foreldrum sínum, söng verkalýðssöngva með Þórarni föðurbróður sínum og sálma í kirkjunni. „Það koma margir að Tjörn út af kirkjunni og sögunni. „Farðu út í kirkju og syngdu fyrir fólkið, var oft sagt við mig og ég fór,“ rifjar hún upp hlæjandi. Nú er Ösp að fara að gefa út disk þar sem hún syngur eigin tónsmíðar og er búin að taka upp fjögur lög af tíu. Hann heitir Tales from a Poplar Tree. Hún semur flesta textana sjálf en stórskáld eins og Davíð Stefánsson og Páll Ólafsson eiga þar líka ljóð. Þar sem margir kaupa frekar tónlist á netinu en geisladiska fengu hún og kærastinn, Richard, sem er vefhönnuður, þá óvenjulegu hugmynd að gefa lögin hennar út á vínyl og við. „Af því ég heiti Ösp og er mikill trjáunnandi datt mér í hug að saga niður skífur úr greinum sem komu illa undan vetri í garðinum á Tjörn, handskrifa nafnið mitt á þær og hafa slóð með niðurhalskóða hinum megin. Þá getur fólk hlaðið niður lögunum,“ útskýrir hún og bendir fólki á að hafa samband við sig gegn um heimasíðuna ospmusic.is og kveðst vera með söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfuna. Það var í bluegrass-hljómsveitinni Brother Grass sem Ösp fór fyrst að búa til eigin músík. Í skólanum Institut of Contemporary Music í London þar sem hún lauk BA-prófi, kveðst hún hafa fengið mikinn stuðning við að semja sjálf og lokatónleikarnir þar hafi verið með eigin efni hennar. Ösp hefur verið búsett í London í fimm ár, fyrst við nám og síðustu tvö ár sem söngkona og kennari. „Að vera sjálfstætt starfandi í borg eins og London þýðir að maður þarf að búa sér til alls konar störf. Ég er djasssöngkona, þjóðlagasöngkona og syng í vel metnum kór, London Contemporary Voices. Þar syngjum við lög í óhefðbundnum útsetningum. Á 800 manna tónleikum í Frakklandi í júlí söng ég lag sem ég samdi við ljóðið Ástarnetið eftir Pál Ólafsson með 50 manna kór. Ég er líka í bandi með tveimur mönnum, öðrum frá Japan og hinum frá Sri Lanka. Við köllum okkur Hrím og erum að vinna að plötu. Verðum á hátíð í Wales í september sem heitir Festival Number 6.“ Meðal þess sem Ösp fæst við er að kenna börnum undir þriggja ára aldri tónlist. „Ég bjó til prógramm með tónlist og hreyfingu, er með klúta og hristur og leik mér með krökkunum á fjölskylduvænum kaffihúsum. Þetta geri ég til að eiga fyrir húsaleigunni!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira