Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2016 18:45 Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45