Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson verður fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíumóts fatlaðra þegar hún fer fram 7. september.
Hátíðin verður haldin á hinum víðfræga Maracana-leikvangi þar sem brasilíska fótboltalandsliðið spilar alla sína stærstu leiki.
Mikið verður um dýrðir á setningarhátíðinni en hún fer fram á sjálfum þjóðhátíðardegi Brasilíumanna.
Jón Margeir er að keppa á sínu öðru Ólympíumóti en hann varð Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í Lundúnum fyrir fjórum árum.
