Flugmódel af Geysi flýgur í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2016 19:45 Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér. Fréttir af flugi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira