Bíó og sjónvarp

Game of Thrones hirti tólf verðlaun og sló met

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá aðalleikara Game of Thrones í nótt.
Hér má sjá aðalleikara Game of Thrones í nótt. vísir/getty
Sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones var sigurvegari EMMY verðlaunahátíðarinnar í Bandaríkjunum sem fram fór um í gærkvöldi. Alls fékk þátturinn tólf verðlaun og fer því í sögubækurnar sem verðlaunaðasti þáttur allra tíma frá því Emmy verðlaunin hófu göngu sína árið 1949.

Alls hefur Game of Thrones fengið 38 verðlaunastyttur en gamla metið átti gamanþátturinn Frasier 37 verðlaun.

Game of Thrones vann meðal annars fyrir besta þáttinn í dramaflokki. Veep var valinn besti gamanþátturinn og besti sjónvarpsmyndin var valinn Sherlock: The Abominable Bride. 

Rami Malek var valinn besti leikarinn í dramaþætti en hann fer með aðalhlutverkið í þáttunum Mr. Robot. Í sama flokki var Tatiana Maslany valinn besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Orphan Black.

Hér má sjá helstu verðlaunahafa kvöldsins. Þetta var í 68. skipti sem verðlaunin eru haldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.