Lífið

Jimmy Kimmel fór á kostum í upphafsræðu sinni á Emmy-hátíðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmy Kimmel.
Jimmy Kimmel. Vísir/AFP
Bandaríski kvöldþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel fór á kostum í upphafsræðu sinni á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fóru í nótt.

Kimmel sagði meðal annars að frammistaða Cuba Gooding Jr. sem OJ Simpson í þáttunum The People vs OJ Simpson: American Crime Story, hafi verið svo góð að Kimmel væri nú sannfærður um að Gooding bæri ábyrgð á morðinu umtöluðu.

Þá ræddi Kimmel einnig hvað hópur þeirra sem væri tilnefndur til Emmy-verðlauna í ár væri fjölbreyttur, það er þar væru að finna leikara af ýmsum kynþáttum. Mikil umræða blossaði upp í kringum Óskarsverðlaunin í febrúar eftir að einungis hvítir leikarar hlutu tilnefningar.

Sjá má upphafsræðuna að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.