Yfir 100 milljarða búvörusamningar Heiðar Lind Hansson skrifar 17. september 2016 07:00 Greiðslur vegna búvörusamninga árið 2017 Alþingi samþykkti umdeild lög í liðinni viku sem kveða á um breytingar á lögum tengdum búvörusamningunum við Bændasamtökin sem undirritaðir voru í febrúar á þessu ári. Með breytingunum geta samningarnir tekið gildi, en gildistími þeirra er til tíu ára, eða frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026. Ein af breytingunum sem þingið gerði var að flýta endurskoðun samninganna, en upphaflega átti fyrsta endurskoðun þeirra að fara fram 2019. Í staðinn voru sett inn ákvæði um að ráðherra landbúnaðarmála skipi samráðshóp sem hafi það hlutverk að endurskoða búvörusamningana. Hópurinn skal skipaður fyrir 18. október nk., en í honum eiga að sitja fulltrúar afurðastöðva, atvinnulífsins, bænda, launþega og neytenda. Hann á að ljúka störfum fyrir 2019. Einnig fóru inn ákvæði sem skylda afurðastöðvar til að selja öðrum vinnsluaðilum mjólk á verði sem er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Önnur veigamikil breyting er að kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu verður lagt af. Í staðinn verða teknar upp greiðslur út á innvegna mjólk og gripagreiðslur í mjólkurframleiðslu og álagsgreiðslur út frá gæðastýrðri framleiðslu í sauðfjárrækt. Einnig voru sett inn ákvæði sem skylda ráðherra til að skipa áheyrnarfulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur í verðlagsnefnd búvara. Þá eru framlög vegna nýsköpunar í landbúnaði aukin.Lömb í haga í íslenskri sveit.vísir/stefánBúvörusamningarnir eru fjórir talsins, þ.e. rammasamningur um almenn starfsskilyrði í landbúnaði og þrír samningar um sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Meginmarkmið þeirra er að auka verðmætasköpun í sveitum landsins og nýta sem best tækifærin sem þar bjóðast til að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Kostnaður ríkissjóðs fyrsta ár samninganna er áætlaður um 13,7 milljarðar króna. Áformað er að upphæðirnar fari lækkandi út samningstímann, en gert er ráð fyrir að þær verði 12,6 milljarðar árið 2026. Samkvæmt samningunum munu 132,2 milljarðar greiðast úr ríkissjóði á samningstímanum vegna þeirra. Þó skal tekið fram að upphæðirnar gætu breyst sökum verðlagsbreytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Alþingi samþykkti umdeild lög í liðinni viku sem kveða á um breytingar á lögum tengdum búvörusamningunum við Bændasamtökin sem undirritaðir voru í febrúar á þessu ári. Með breytingunum geta samningarnir tekið gildi, en gildistími þeirra er til tíu ára, eða frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026. Ein af breytingunum sem þingið gerði var að flýta endurskoðun samninganna, en upphaflega átti fyrsta endurskoðun þeirra að fara fram 2019. Í staðinn voru sett inn ákvæði um að ráðherra landbúnaðarmála skipi samráðshóp sem hafi það hlutverk að endurskoða búvörusamningana. Hópurinn skal skipaður fyrir 18. október nk., en í honum eiga að sitja fulltrúar afurðastöðva, atvinnulífsins, bænda, launþega og neytenda. Hann á að ljúka störfum fyrir 2019. Einnig fóru inn ákvæði sem skylda afurðastöðvar til að selja öðrum vinnsluaðilum mjólk á verði sem er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Önnur veigamikil breyting er að kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu verður lagt af. Í staðinn verða teknar upp greiðslur út á innvegna mjólk og gripagreiðslur í mjólkurframleiðslu og álagsgreiðslur út frá gæðastýrðri framleiðslu í sauðfjárrækt. Einnig voru sett inn ákvæði sem skylda ráðherra til að skipa áheyrnarfulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur í verðlagsnefnd búvara. Þá eru framlög vegna nýsköpunar í landbúnaði aukin.Lömb í haga í íslenskri sveit.vísir/stefánBúvörusamningarnir eru fjórir talsins, þ.e. rammasamningur um almenn starfsskilyrði í landbúnaði og þrír samningar um sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Meginmarkmið þeirra er að auka verðmætasköpun í sveitum landsins og nýta sem best tækifærin sem þar bjóðast til að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Kostnaður ríkissjóðs fyrsta ár samninganna er áætlaður um 13,7 milljarðar króna. Áformað er að upphæðirnar fari lækkandi út samningstímann, en gert er ráð fyrir að þær verði 12,6 milljarðar árið 2026. Samkvæmt samningunum munu 132,2 milljarðar greiðast úr ríkissjóði á samningstímanum vegna þeirra. Þó skal tekið fram að upphæðirnar gætu breyst sökum verðlagsbreytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira