Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:14 Freyr þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn. Vísir/Anton Ísland er komið á EM í Hollandi en það varð ljóst eftir úrslit dagsins í undankeppnini. Ísland trónir enn á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga og markatöluna 33-0 eftir 4-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og af krafti. Það kom að vísu kafli undir lok fyrri hálfleiks sem ég var ekki ánægður með en heilt yfir spiluðum við vel,“ sagði Freyr eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum vaktina og voru svo heppin í lokin,“ sagði hann og vísaði til þess er Slóvenía náði ekki að nýta dauðafæri fyrir nánast opnu marki í uppbótartíma. Ísland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur ekki enn fengið á sig mark. „Segir það ekki um okkur hversu góð við erum orðin og þroskuð. Það er auðvelt að gera mistök ef maður er ekki einbeittur en ég held að við búum yfir gæðum, reynslu og þroska auk þess sem að undirbúningur og umgjörð hefur verið góð. Allt helst þetta í hendur.“ Í leikmannahópi Íslands í dag voru fimmtán leikmenn sem voru á EM í Svíþjóð og níu sem fóru einnig á EM í Finnlandi fyrir sjö árum síðan. „Það er ótrúlega dýrmætt að eiga leikmenn sem hafa gert þetta áður. Samt er þessi mikla löngun til staðar að fara aftur og gera betur. Það er það sem þær vilja gera. Ég held að það muni hjálpa okkur.“ Hann viðurkennir að hann sé nú þegar byrjaður að hugsa um EM næsta sumar. „Það er ýmislegt sem ég þarf að skipuleggja í okkar undirbúningi sem hefst svo formlega í október þegar við fáum vináttulandsleiki.“ Ísland á samt einn leik eftir í undankeppninni og Freyr segir að það sé ansi freistandi að fara einnig í gegnum hann án þess að fá á sig mark. „Það væri geðveikt að halda hreinu allt mótið. Við ætlum að hjálpast að við að ná því.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Ísland er komið á EM í Hollandi en það varð ljóst eftir úrslit dagsins í undankeppnini. Ísland trónir enn á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga og markatöluna 33-0 eftir 4-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og af krafti. Það kom að vísu kafli undir lok fyrri hálfleiks sem ég var ekki ánægður með en heilt yfir spiluðum við vel,“ sagði Freyr eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum vaktina og voru svo heppin í lokin,“ sagði hann og vísaði til þess er Slóvenía náði ekki að nýta dauðafæri fyrir nánast opnu marki í uppbótartíma. Ísland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur ekki enn fengið á sig mark. „Segir það ekki um okkur hversu góð við erum orðin og þroskuð. Það er auðvelt að gera mistök ef maður er ekki einbeittur en ég held að við búum yfir gæðum, reynslu og þroska auk þess sem að undirbúningur og umgjörð hefur verið góð. Allt helst þetta í hendur.“ Í leikmannahópi Íslands í dag voru fimmtán leikmenn sem voru á EM í Svíþjóð og níu sem fóru einnig á EM í Finnlandi fyrir sjö árum síðan. „Það er ótrúlega dýrmætt að eiga leikmenn sem hafa gert þetta áður. Samt er þessi mikla löngun til staðar að fara aftur og gera betur. Það er það sem þær vilja gera. Ég held að það muni hjálpa okkur.“ Hann viðurkennir að hann sé nú þegar byrjaður að hugsa um EM næsta sumar. „Það er ýmislegt sem ég þarf að skipuleggja í okkar undirbúningi sem hefst svo formlega í október þegar við fáum vináttulandsleiki.“ Ísland á samt einn leik eftir í undankeppninni og Freyr segir að það sé ansi freistandi að fara einnig í gegnum hann án þess að fá á sig mark. „Það væri geðveikt að halda hreinu allt mótið. Við ætlum að hjálpast að við að ná því.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14
Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30
Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08