Claudio Ranieri var að vonum himinlifandi með 0-3 sigur Leicester City á Club Brugge í fyrsta leik Englandsmeistaranna í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Riyad Mahrez (2) og Marc Albrighton skoruðu mörk Leicester sem er komið með þrjú stig í G-riðli.
„Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur eftir tapið gegn Liverpool. Við skoruðum mjög snemma og það gaf okkur aukið sjálftraust fyrir framhaldið,“ sagði Ranieri eftir leik.
„Club Brugge hélt boltanum mjög vel en við vorum með stjórn á leiknum sem var mjög gott fyrir okkur. Kannski komum við þeim á óvart.“
Þetta var fyrsti leikur Leicester í Meistaradeildinni í sögu félagsins og Refirnir hans Ranieri virtust kunna vel við sig á stóra sviðinu.
„Ég sagði við strákana að þeir fengju aukakraft og aukinn baráttuvilja þegar þeir heyrðu Meistaradeildarlagið,“ sagði Ranieri.
Næsti leikur Leicester í Meistaradeildinni er gegn Porto á heimavelli eftir tvær vikur.
Ranieri: Vorum með stjórn á leiknum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti