Órói kominn á markaði á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 15. september 2016 07:00 Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna vísir/getty Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merrill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækkuðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíuverð tók dýfu á fimmtudaginn í síðustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag.Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga.vísir/gettyÁkvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísitöluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðjudag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísitalan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og miðvikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðlabanka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánudaginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækkanir í þrjá daga. Lækkanir voru einnig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merrill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækkuðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíuverð tók dýfu á fimmtudaginn í síðustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag.Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga.vísir/gettyÁkvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísitöluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðjudag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísitalan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og miðvikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðlabanka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánudaginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækkanir í þrjá daga. Lækkanir voru einnig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00